Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi etiquette mannasiðir borðsiðir hvernig á að haga sér Albert
Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp.

Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi.

Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Netfangið er albert.eiriksson (hjá) gmail.com og síminn 864 27 28

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.