Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík mundo Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi
Margrét ber fram eggaldin- og kjúklingaréttinn góða

Margrét Jónsdóttir Njarðvík – magnaður eldhugi.

Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust 🙂 en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum.

#2017Gestabloggari 20/52 — MARGRÉT JÓNSD NJARÐVÍKHÁLFDÁN SVEINSSON HÓTEL SIGLUNESKÍNÓAEGGALDIN

.

Hálfdán sveinsson
Hálfdán og Margrét
Kínóa- og grænmetissúpa
Kínóa- og grænmetissúpa
Kínóa- og grænmetissúpa
Kínóa- og grænmetissúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

2 msk ólívuolía

1/2 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 tsk saxað engifer

2 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar

2 stilkar sellerí, skorið í bita

1/2 b kínóa

1 l vatn

grænmetiskraftur

1 tsk oreganó

1/4 tsk reykt paprika

1 tsk túrmerik

salt og pipar

2 lárviðarlauf

2 b afhýddar kartöflur, skornar í bita

1 1/2 b grasker, skorið í bita

1/4 b saxað kóríander

Hitið olíuna í stórum potti, léttsteikið (á lágum hita) lauk, hvítlauk, engifer, gulrætur og sellerí í 5-7 mín. Bætið við kínóa og steikið áfram í um 5 mín. Kínóafræin eiga helst að verða ljósbrún.

Bætið við vatni, grænmetiskrafti, oreganó, papriku, túrmerik salti, pipar, lárviðarlaufi, kartöflur og graskeri. Látið sjóða við lágan hita í 20-25 mín.

Stráið loks kóriander yfir áður en súpan er borin fram.

Eggaldin- og kjúklingaréttur
Eggaldin- og kjúklingaréttur
Guðlaug, Margrét, Bergþór og Þorleifur

Eggaldin- og kjúklingaréttur

2 stórir laukar, saxaðir smátt

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 kg beinlaus kjúklingur, skorinn í bita

1/4 b olía til að pensla eggaldinið með

salt og pipar

1 tsk turmerik

1/2 tsk saffran

1 dós tómatar í bitum

1 lítil dós tómatpuré

safi úr 1/2 lime

5 eggaldin

1 msk Persian dried lime (fæst í Tyrknesku búðinni í Ármúla)

Þurrsteikið á pönnu lauk, hvítlauk. Lækkið hitann og bætið við kjúklingnum ásamt salti, pipar, turmerik, smá vatni, tómat puré, niðursoðnum tómötum, limesafa, Persian dried lime og hrærið vel í. Látið malla á lágum hita í þrjú korter. Hrærið reglulega í.

Afhýðið eggaldinið og skerið í um 1 cm þykkar sneiðar langsum. Láttið liggja í köldu saltvatni í um 30 mín. Við það hverfjur bitra bragðið. Takið úr vatninu og skolið undir rennandi vatni. Þerrið á klút.

Leggið eggaldinið á bökunarpappír í ofnskúffu og penslið meðolíu á báðum hliðum. Bakið við um 160°C í 35-40 mín. Snúið við einu sinni. Eggaldinið á að bakast en ekki brenna 🙂  Takið úr ofninum og látið kólna í nokkrar mínútur.

Raðið í eldfast form:

Neðst er eggaldin, þá kjúklingur síðan annað lag af eggaldin og aftur kjúklingur. Endið á eggaldin.

Látið saffran liggja í 1/2 b af vatni og olíu í 10 mín. Setjið í blandara og mixið vel. Hellið yfir eggaldinið. Bakið við 160°C í um 30-45 mín.

Berið fram með Basmati hrísgrjónum og gúrkusósu

Gúrkusósa
Gúrkusósa

Guðrún harpa erlendur albert guðlaug brói þorleifur

Gúrkusósa

1 ds Grísk jógúrt

1 agúrka, afhýdd, fræhreinsuð og söxuð smátt

1 hvítlauksrif, saxað smátt

salt og pipar

Blandið öllu saman og látið standa í ískáp í nokkrar klukkustundir

  

Með súpunni bauð Margrét upp á freyðivín, Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut sem er ósætt og ferskt með epla og perukeim. Með aðalréttinum var Casillero del Diablo sem er fallega rúbínrautt á litinn. Kirsuberja, brómberja, kaffi og eikarangan lagði af því.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur
Mangó- og kasjúhnetubúðingur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur eftirréttur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

4 mangó (ca 1,2 kg)

1 krukka kasjúhnetusmjör (170g)

8 mjúkar döðlur

Ahhýðið mangó og skerið ávöxtinn frá steininum. setjið í matvinnsluve´l ásamt kasjúhnetusmjöri og döðlunum. Maukið þangað til þetta verður silkimjúkt

Hellið í falleg glös og geymið í ísskáp í um 30 mín (eða lengur)

ólívuolíur beint frá bónda

Mundo er ekki bara ferðaskrifstofa heldur flytur Margrét inn ólívuolíur beint frá bónda, frá bændunum í öðru þorpanna þar sem hún er með sumarbúðir. Hér má sjá seríuna sem er nauðsynlegt að hafa á hverju eldhúsborði. Munurinn á þeim er bragðið en það ræðst af þrúgunni. Margar stærðir og tegundir eru til af ólívum og ræðst bragðið af því.

.

#2017Gestabloggari 20/52 — MARGRÉT JÓNSD NJARÐVÍKHÁLFDÁN SVEINSSON HÓTEL SIGLUNESKÍNÓAEGGALDIN

— MARGRÉT OG HÁLFDÁN – MATARBOÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.