Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Frá vinstri Ármann andri, Albert, karamellutert matreiðslubók grænmetisbaka silungasalat silungssalat döðluterta síðdegiskaffi kaffiboð veisluborð leikir í boðum Vilborg eiríksdóttir , Ásþór, Ólöf jónsdóttir , Einar guðbjartsson, Ásgeir eiríksson og Anna valdís Einarsdóttir Eggjabaka með grænmeti og skinku Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri ólöf jónsdóttir olla Karamellusósa döðlukaka döðluterta kaffiboð síðdegiskaffi keflavík
Frá vinstri Ármann, Albert, Vilborg, Ásþór, Ólöf, Einar, Ásgeir og Anna Valdís

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hún var í sveit heima á áttunda áratugnum. Þegar ég fluttist til borgarinnar nýorðinn sextán ára þá passaði ég Berglindi dóttur hennar stundum og lagði með því mitt af mörkum svo þau Ásgeir næðu saman – ef svo má segja 🙂

#2017Gestabloggari 21/52 — KAFFIBOÐDÖÐLUTERTURÓLÖF JÓNSDGRÆNMETISBÖKUR

.

Döðlukaka með karamellusósu
Döðlukaka með karamellusósu

Döðlukaka með karamellusósu

250 g döðlur, skornar í bita
1 dl vatn
1 tsk matarsódi
120 g kókosolía eða mjúkt smjör (í þessari var kókosolía)
5 msk púðursykur eða hrásykur eða reyrsykur eða bara sykur (í þessari var reyrsykur)
2 egg
3 dl fínmalað spelt eða hveiti (í þessari var fínt spelt)
1/2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 ½ tsk lyftiduft

1. Látið döðlurnar í pott, hellið vatninu yfir og látið sjóða í 5 mínútur, takið af hitanum og hrærið matarsódanum saman við.
2. Látið döðlumaukið kólna í 5 mínútur, á meðan hrærið þið saman kókosolíunni og sykrinum í hrærivél.
3. Bætið döðlumaukinu út í hrærivélaskálina og hrærið vel í nokkrar mínútur svo úr verði góður grautur.
4. Bætið öllu öðru saman við og hrærið vel.
5. Hellið í form og bakið við 180 gráður og blástur í 40 mínútur.

Karamellusósa

100 g púðursykur

100 g smjör

1 dl rjómi

½ tsk vanilludropar

1. Sjóðið saman í um það bil 5 mínútur eða þar til ykkur líkar þykktin, hrærið í svo til allan tímann
2. Látið kólna smástund og hellið síðan yfir kökuna. Gerið það nokkru sinnum eða berið afganginn fram með.

Eggjabaka með grænmeti og skinku
Eggjabaka með grænmeti og skinku

Eggjabaka með grænmeti og skinku

34 plötur smjördeig, eftir stærðinni á forminu sem þið notið
1 blaðlaukur, hvíti hlutinn, skorinn í sneiðar
1 haus spergilkál, skorinn í litlar greinar
2 paprikur (ég notaði rauða og appelsínugula), í litlum bitum
1 msk olía
½ dós rjómaostur með pipar
5-6 sneiðar hráskinka (hægt að nota venjulega skinku), skorin í bita.
6-8 egg, eftir því hve mótið er stórt
1 dl rjómi
2-3 tómatar skornir í sneiðar
1 camenbert ostur skorinn í sneiðar( líka hægt að nota rifinn ost)
svartur pipar

Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.

Fletjið smjördeigið út og leggið í bökuform eða annað eldfast form.
Mýkið blaðlauk, spergilkál og papriku í olíu á pönnu við frekar vægan hita í um það bil 10 mínútur, grænmetið á ekki að brúnast.
Hrærið rjómaostinum saman við grænmetið og látið það á smjördeigið.
Dreifið skinkunni yfir.
Þeytið saman í skál egg og rjóma og hellið yfir grænmetið og skinkuna.
Raði tómatsneiðunum ofan á og síðan camenbert ostinum.
Kryddið með svörtum pipar.
Bakið í 40 mínútur.

Síðdegiskaffi

Frá vinstri Ármann, Albert, Vilborg, Ásþór, Ólöf, Einar, Ásgeir og Anna Valdís

Eins og áður hefur komið fram erum við leikjaóð í fjölskyldunni. Áður en við komum til Ollu og Ásgeirs var rúntað um Suðurnesin á tveimur bílum og helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Fyrir kaffiheimsóknina skoruðum við á þau í hinum bílnum sem skoruðu á okkur til baka. Áskorunin fólst í því að við sendum þeim þrjú orð (sem voru eyrnamerkt hverjum og einum) og þau sendu okkur til baka þrjú orð. Fólk átti að koma sínu orði u.þ.b. tvisvar að í kaffiboðinu. Orðin sem við sendum yfir voru: Fáskrúðsfjörður, Reykjanesshryggur og matarsódi. Á móti fengum við: rottumítill, fitubolla og Þór Saari. Allir komu sínu orði að en sérstaka kátínu vakti þegar Einar fór upp úr þurru að tala um Þór 🙂

Heimilisfræði Ólöf jónsdóttir
Heimilisfræðibók Ólafar

#2017Gestabloggari 21/52 — KAFFIBOÐDÖÐLUTERTURÓLÖF JÓNSDGRÆNMETISBÖKUR

— Í SÍÐDEGISKAFFI HJÁ ÓLÖFU OG ÁSGEIRI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.