Karamellumarengsterta

Karamellukrem karamella karamellumarensterta Magga magnúsína ósk marengs karamella terta karamellukrem spariterta hátíðarterta
Karamellumarengsterta í höndum Magnúsínu Óskar

Karamellumarengsterta

Magga kom með þessa tertu í síðasta föstudagskaffi. Karamellumarengsterta eins og þessi er hugmynd á fermingarveisluhlaðborðin, með öllum hollusturéttunum ;-). Uppskriftin er úr Gestgjafanum frá 1984 þar segir m.a. „Allir sem smakka tertuna falla fyrir henni. Hún er sæt eins og syndin en hún er einnig eins og konfektmoli, þú þarft einungis einn mola.“

MARENGS — KARAMELLU..FÖSTUDAGSKAFFIFERMINGARMAGNÚSÍNA

.

Karamellumarengsterta

4 eggjahvítur
200 g flórsykur
1 tsk lyftiduft
100 g döðlur
100 g gott dökkt súkkulaði
100 g salthnetur

Stífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn saman og blandið lyftiduftinu saman við. Skerið döðlurnar smátt, fínsaxið súkkulaðið og salthneturnar og blandið þessu saman við deigið. Skiptið deiginu í tvö form og bakið við 150°í eina klst.

Karamellukrem

30 g smjör
100 g púðursykur
2 msk síróp
1/2 tsk salt
1 tsk vanilla
2 dl rjómi

Bræðið smjör og bætið púðursykri út í, ásamt sírópi og vanillusykri. Látið suðuna koma upp og bætið þá rjómanum út í. Haldið áfram að sjóða í 5-10 mínútur og látið svo blönduna kólna.

Fylling

2 1/2 dl rjómi, þeyttur
1 hálfdós niðursoðnar ferskjur, skornar í bita

Setjið þeyttan rjóma og ferskjur á milli botnanna og hellið kreminu síðan yfir tertuna.

.

FLEIRI MARENGSUPPSKRIFTIR

Karamellumarensterta
Karamellumarengsterta

MARENGS — KARAMELLU..FÖSTUDAGSKAFFIFERMINGARMAGNÚSÍNA

— KARAMELLUMARENGSTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla