Smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar

Axel Kári Vignisson íslenska lögfræðistofan Svanhvít Þórarinsdóttir smákökur jólasmákökur jólabakstur haukur örn birgisson Dómnefndin og sigurvegarinn: Bergþór, Svanhvít, Axel Kári og Albert
Dómnefndin og sigurvegarinn: Bergþór, Svanhvít, Axel Kári og Albert

Smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar

Eins og undanfarin ár dæmdum við í árlegri smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Og eins og undanfarin ár tókum við með okkur gestadómara. Starfsfólkið fékk vísbendingar, eina á dag alla vikuna um gestadómarann sem var fyrrverandi samstarfskona þeirra Svanhvít Þórarinsdóttir. Axel Kári Vignisson sigraði glæsilega og hlaut fullt hús stiga. Smákökurnar þóttu ekki of sætar, stökkar, ljúffengar, mjög, mjög góðar og eitthvað fleira var nefnt.

SMÁKÖKURAPPELSÍNURJÓLINPEKAN

.

Pekangott

„Ég viðurkenni fúslega að uppskriftin er að mestu frá Evu Laufeyju, en ég breytti örlítið og bætti við saltkaramellunni.” segir Axel Kári

Pekangott

230 g smjör
180 g púðursykur og sama af ljósum púðursykri
2 egg
320 g hveiti
1 tsk lyftiduft og matarsódi
1 poki pekanhnetur (um 100 gr) eða eftir smekk!
1 pakki suðusúkkulaði (2 plötur)
1 poki saltkaramelluhnappar
1 tsk vanilludropar

Hrærið smjör og sykur saman
bætið eggjum við einu í einu og hrærið áfram
bætið þurrefnum rólega við og hrærið áfram
bætið söxuðum hnetum, súkkulaði og saltkaramellu við og hrærið vel með sleikju (Gott að geyma smá suðusúkkulaði til að bræða og setja yfir kökurnar eftir bökun)
Mótið kúlur og setja á plötu með bökunarpappír.
bakið við 180 gráður í u.þ.b. 10 mín

Þetta er stór uppskrift og ég þurfti að geyma smá til að baka síðar. Jafnvel gott að helminga hana.

Súkkulaðisletta

Haukur Örn Birgisson lenti í öðru sæti með Súkkulaðislettu (nafnið kemur frá dóttur hans)

Súkkulaðisletta

5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 1/4 dl púðursykur
1 1/4 dl sykur
200 g smjör
1 egg
2 tsk vanilludropar
3 dl Rice Crispies
150 g Siríus rjómasúkkulaði með sjávarsalti
150 g Siríus rjómasúkulaði hreint

Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í skál og hræðið vel saman.
Í annarri skál, hræðið saman púðursykri, sykri og egginu. Setjið því næst vanilludropana út í og haldið áfram að hræra. Réttast er að notast við hræðivél.
Blandið þurrefnunum rólega saman við þar til allt hefur blandast vel saman.
Bætið rólega Rice Crispies saman við og því næst smátt söxuðu sjávarsalts súkkulaðinu.
Hnoðið í litlar kúlur og leggið á ofnplötu. Bakið í ofni við 180°C í 15 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar.
Bræðið rjómasúkkulaðið í potti og látið leka yfir kökurnar, til skreytingar.

Pekangott
Bergþór, Albert, Svanhvít, Axel Kári, Íris Hrönn, Ingvar Smári og Haukur Örn

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.