Döðluterta með karamellusósu
Ó hvað döðlutertur eru dæmalaust góðar og mjúkar. Þessi er með karamellukremi sem toppaði önnur slík. Tertan var borin fram í síðdegiskaffi hjá Ollu frænku minni og borðuð upp til agna.
#2017Gestabloggari21/52 — ÓLÖF JÓNSD — KAFFIBOÐ — DÖÐLUTERTUR —
.
Döðluterta með karamellusósu
250 g döðlur, skornar í bita
1 dl vatn
1 tsk matarsódi
120 g kókosolía eða mjúkt smjör (í þessari var kókosolía)
5 msk púðursykur eða hrásykur eða reyrsykur eða bara sykur (í þessari var reyrsykur)
2 egg
3 dl fínmalað spelt eða hveiti (í þessari var fínt spelt)
1/2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 ½ tsk lyftiduft
1. Látið döðlurnar í pott, hellið vatninu yfir og látið sjóða í 5 mínútur, takið af hitanum og hrærið matarsódanum saman við.
2. Látið döðlumaukið kólna í 5 mínútur, á meðan hrærið þið saman kókosolíunni og sykrinum í hrærivél.
3. Bætið döðlumaukinu út í hrærivélaskálina og hrærið vel í nokkrar mínútur svo úr verði góður grautur.
4. Bætið öllu öðru saman við og hrærið vel.
5. Hellið í form og bakið við 180 gráður og blástur í 40 mínútur.
Karamellusósa
100 g púðursykur
100 g smjör
1 dl rjómi
½ tsk vanilludropar
1. Sjóðið saman í um það bil 5 mínútur eða þar til ykkur líkar þykktin, hrærið í svo til allan tímann
2. Látið kólna smástund og hellið síðan yfir kökuna. Gerið það nokkru sinnum eða berið afganginn fram með.
— DÖÐLUTERTUR — KAFFIBOÐ —
.
#2017Gestabloggari21/52 — ÓLÖF JÓNSD — KAFFIBOÐ — DÖÐLUTERTUR —
–