Döðluterta Ollu – alveg dæmalaus góð

Döðluterta Döðlukaka með karamellusósu Olla Ólöf Jónsdóttir kaffiboð Döðluterta Ollu – alveg dæmalaus góð karamellusósa kaka
Döðluterta Ollu – alveg dæmalaus góð

Döðluterta með karamellusósu

Ó hvað döðlutertur eru dæmalaust góðar og mjúkar. Þessi er með karamellukremi sem toppaði önnur slík. Tertan var borin fram í síðdegiskaffi hjá Ollu frænku minni og borðuð upp til agna.

#2017Gestabloggari21/52 — ÓLÖF JÓNSD — KAFFIBOÐDÖÐLUTERTUR

.

Döðluterta með karamellusósu

250 g döðlur, skornar í bita

1 dl vatn

1 tsk matarsódi

120 g kókosolía eða mjúkt smjör (í þessari var kókosolía)

5 msk púðursykur eða hrásykur eða reyrsykur eða bara sykur (í þessari var reyrsykur)

2 egg

3 dl fínmalað spelt eða hveiti (í þessari var fínt spelt)

1/2 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

1 ½ tsk lyftiduft

1. Látið döðlurnar í pott, hellið vatninu yfir og látið sjóða í 5 mínútur, takið af hitanum og hrærið matarsódanum saman við.
2. Látið döðlumaukið kólna í 5 mínútur, á meðan hrærið þið saman kókosolíunni og sykrinum í hrærivél.
3. Bætið döðlumaukinu út í hrærivélaskálina og hrærið vel í nokkrar mínútur svo úr verði góður grautur.
4. Bætið öllu öðru saman við og hrærið vel.
5. Hellið í form og bakið við 180 gráður og blástur í 40 mínútur.

Karamellusósa

100 g púðursykur

100 g smjör

1 dl rjómi

½ tsk vanilludropar

1. Sjóðið saman í um það bil 5 mínútur eða þar til ykkur líkar þykktin, hrærið í svo til allan tímann
2. Látið kólna smástund og hellið síðan yfir kökuna. Gerið það nokkru sinnum eða berið afganginn fram með.

— DÖÐLUTERTURKAFFIBOÐ

Döðluterta Ollu – alveg dæmalaus góð terta kaka döðlukaka döðlur karamella
Döðlutertan á glæsilegu kaffiborði Ollu
 Ármann, Albert, Vilborg, Ásþór, Ólöf, Einar, Ásgeir og Anna Valdís
Frá vinstri: Ármann, Albert, Vilborg, Ásþór, Ólöf, Einar, Ásgeir og Anna

.

#2017Gestabloggari21/52 — ÓLÖF JÓNSD — KAFFIBOÐDÖÐLUTERTUR

— DÖÐLUTERTA OLLU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.