Auglýsing
Peru- og eplabakstur. kínóa. Hafdís RUT Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, Blað franskra daga
Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó – þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

.

PERUREPLISAUMAKLÚBBARFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum
Hafdís Rut Pálsdóttir, Eyrún María Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist  í blaði Franskra daga.

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

1 pera skræld og skorin í teninga

2 epli skræld og skorin í teninga

3 msk. lífrænt hlynsíróp (má líka nota dökkt agavesíróp en það þarf aðeins minna af því)

Aðferð: Setjið peru og epli í formið og hellið sírópi yfir. Setjið álpappír yfir formið og setjið í miðjan ofninn á 180° C í 20 mínútur.

Á meðan þetta bakast er best að búa til mulninginn sem fer ofan á.

mulningur

100 g fínt spelt

70 g hrásykur

100 g kalt smjör, skorið í teninga

70 g kínóakorn

80 g haframjöl

100 g pekanhnetur

Blandið saman spelti, hrásykri, kínóa og haframjöli í skál. Setjið smjörteninga saman við og kreistið þetta saman í höndunum. Þegar eplin og perurnar hafa verið í ofninum í 20 mínútur takið þá út og dreifið deigmulningnum yfir. Raðið pekanhnetum ofan á. Setið inn í miðjan ofninn og bakið í 180° C í 20-25 mínútur. Fylgist með og takið út þegar mulningurinn er orðinn gullinn og passið að pekanhneturnar brenni ekki. Berið fram með ís eða rjóma.

.

PERUREPLISAUMAKLÚBBARFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

PERU- OG EPLABAKSTUR

.

Auglýsing