Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa humar súpa Gunnar Bjarnason Helena steinarsdóttir forréttur jólasúpa forréttur á jólum humar
Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa

Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

GUNNAR BJARNASONHUMAR — SÚPUR

.

Hátíðleg humarsúpa

500 g humar í skel
fiskikraftur (ca 4 teningar)
3 gulrætur
2 hvítlauksrif
hvítur pipar
2 sellerístilkar
steinseljustönglar
½ sítróna
10 svört piparkorn
2 msk tómatpuré
1 kjúklingakraftur
2,5 ltr vatn
1 laukur
1 paprika
Þeyttur rjómi

Skelflettið humarinn og setjið humarinn (kjötið) til hliðar.
Kryddið humarskeljarnar með smá paprikukryddi og bakið í ofni við 200°C í ca 20 mín,
Skerið grænmetið gróft niður og steikið í pottinum

Bætið vatni og skeljunum útí. Kreistið sítrónusafann saman við og sjóðið sítrónuna með.
Látið malla í minnst 3 tíma en ég byrja yfirleitt á því daginn áður, sýð í tvo tíma og læt það standa í pottinum yfir nótt og held svo áfram að sjóða í 2-3 tíma í viðbót.
Sigtið frá og geymið.

Þykkið með smjörbollu, smakkið til með salti, pipar, rjóma og fiskikrafti.
1-2 humarhalar settir í skál, súpunni bætt útí og allt látið bíða í nokkrar mín.

Þeyttur rjómi og steinselja sett til skrauts.

Gunnar Albert
Albert, Guðrún, Herdís, Helena, Jakob, Bergþór og Gunnar
Albert, Guðrún, Herdís, Helena, Jakob, Bergþór og Gunnar.

— HÁTÍÐLEG HUMARSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.