Auglýsing
Kínóa- og grænmetissúpa - Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Guðlaug Steinsdóttir hin mesta dásemdarsúpa MARGRÉT jónsdóttir njarðvík mundo ferðaskrifstofan GRÆNMETISSÚPA kínóasúpa holl súpa
Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

Margrét Jónsdóttir Njarðvík eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.

Auglýsing

— SPÁNNMUNDOMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK — KÍNÓASÚPURMANGÓEFTIRRÉTTUR

.

Kínóa- og grænmetissúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

2 msk ólívuolía
1/2 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk saxað engifer
2 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
2 stilkar sellerí, skorið í bita
1/2 b kínóa
1 l vatn
grænmetiskraftur
1 tsk oreganó
1/4 tsk reykt paprika
1 tsk túrmerik
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 b afhýddar kartöflur, skornar í bita
1 1/2 b grasker, skorið í bita
1/4 b saxað kóríander

Hitið olíuna í stórum potti, léttsteikið (á lágum hita) lauk, hvítlauk, engifer, gulrætur og sellerí í 5-7 mín. Bætið við kínóa og steikið áfram í um 5 mín. Kínóafræin eiga helst að verða ljósbrún.

Bætið við vatni, grænmetiskrafti, oreganó, papriku, túrmerik salti, pipar, lárviðarlaufi, kartöflur og graskeri. Látið sjóða við lágan hita í 20-25 mín.

Stráið loks kóríander yfir áður en súpan er borin fram.

Fríða, Erlendur, .... Guðrún Harpa, Albert og Guðlaug

— SPÁNNMUNDOKÍNÓASÚPUR

— KÍNÓA- OG GRÆNMETISSÚPA —