Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum Gunna stína guðrún kristín einarsdóttir rifsber norðfjörður neskaupstaður karamella
Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum

Gunnu Stínu kynntist ég fyrir tæpum þremur áratugum og varð strax heillaður af þessari lífsglöðu konu sem lenti í hverju ævintýrinu á fætur öðru og hló innilega að öllu saman.
Hún kallar ekki allt ömmu sína, auk þess að starfa dags daglega sem geislafræðingur hefur hún rifið upp blakdeildina í Mosfellsbænum svo eftir því er tekið.
Gunna Stína bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið.

2017Gestabloggari 38/52GUNNA STÍNARIFSNESKAUPSTAÐUR — KARAMELLU…

 

Gunna Stína Guðrún Kristín Einarsdóttir Neskaupstaður

Karamelluterta með rifsberjum

Botn

150 g smjör
1/3 dl sykur
3 dl haframjöl
2 dl hveiti

Fylling:

1,d dl rjómi
50 g smjör
1,5 dl ljóst síróp
1/2 dl sykur
200 g ljóst súkkulaði
1/2 tsk salt
2 dl rifsber

Botn: Bræðið smjör í pott. Bætið sykri, haframjöli og hveiti út í. Hrærið saman þangtð ti það er orðið að deigi. Setjið deigið í bökuform, notið fingur til að fletja deigið út í forminu. Bakið í 10-12 mín.

Fylling: Setjið rjóma, smjör, síróp, sykur og salt í pott. Látið suðuna koma upp, sjóðið á vægum hita í 10-15 mín eða þar til karamellan er byrjuð að dökkna og þykkna. Takið af hellunni. Brjótið súkkulaðið út í pottinn og hrærið í á meðan það bráðnar. Hellið súkkulaðikaramellunni yfir botninn og stráið rifsberjum yfir. Látið bökuna stífna í kæli, gjarnan yfir nótt.

Uppskriftin barst Gunnu Stínu sem stafræn ljósmynd úr bók/bæklingi (veit ekki hvaða) en ég sé að hin ágæta síða Eldhússystur hefur áður birt þessa uppskrift undir heitinu Dásamleg rifsberjabaka

http://www.alberteldar.com/2017/09/17/karamelluterta-med-rifsberjum/img_2021/

myndband: Karamelluterta

 

Karamelluterta með rifsberjum
Karamelluterta með rifsberjum

.

2017Gestabloggari 38/52GUNNA STÍNARIFSNESKAUPSTAÐUR — KARAMELLU…

Karamelluterta með rifsberjum —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónu- og skyreftirréttur. Fjóla Þorsteinsdóttir tók við keflinu og fræðir nú ferðamenn um sögu franskra sjómanna á safninu sem ég kom á fót fyrir tæpum tuttugu árum.  Fjóla er dugnaðarforkur og auk þess að leiðsegja ferðamönnum sér hún um að halda Fáskrúðsfirðingum í góðu formi. Stendur fyrir vatnsleikfimi, eldriborgarahreyfingu, gönguferðum, fjallgöngum og þjálfun og einkaþjálfun í tækjasal.