Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum Gunna stína guðrún kristín einarsdóttir rifsber norðfjörður neskaupstaður karamella
Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum

Gunnu Stínu kynntist ég fyrir tæpum þremur áratugum og varð strax heillaður af þessari lífsglöðu konu sem lenti í hverju ævintýrinu á fætur öðru og hló innilega að öllu saman.
Hún kallar ekki allt ömmu sína, auk þess að starfa dags daglega sem geislafræðingur hefur hún rifið upp blakdeildina í Mosfellsbænum svo eftir því er tekið.
Gunna Stína bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið.

2017Gestabloggari 38/52GUNNA STÍNARIFSNESKAUPSTAÐUR — KARAMELLU…

 

Gunna Stína Guðrún Kristín Einarsdóttir Neskaupstaður

Karamelluterta með rifsberjum

Botn

150 g smjör
1/3 dl sykur
3 dl haframjöl
2 dl hveiti

Fylling:

1,d dl rjómi
50 g smjör
1,5 dl ljóst síróp
1/2 dl sykur
200 g ljóst súkkulaði
1/2 tsk salt
2 dl rifsber

Botn: Bræðið smjör í pott. Bætið sykri, haframjöli og hveiti út í. Hrærið saman þangtð ti það er orðið að deigi. Setjið deigið í bökuform, notið fingur til að fletja deigið út í forminu. Bakið í 10-12 mín.

Fylling: Setjið rjóma, smjör, síróp, sykur og salt í pott. Látið suðuna koma upp, sjóðið á vægum hita í 10-15 mín eða þar til karamellan er byrjuð að dökkna og þykkna. Takið af hellunni. Brjótið súkkulaðið út í pottinn og hrærið í á meðan það bráðnar. Hellið súkkulaðikaramellunni yfir botninn og stráið rifsberjum yfir. Látið bökuna stífna í kæli, gjarnan yfir nótt.

Uppskriftin barst Gunnu Stínu sem stafræn ljósmynd úr bók/bæklingi (veit ekki hvaða) en ég sé að hin ágæta síða Eldhússystur hefur áður birt þessa uppskrift undir heitinu Dásamleg rifsberjabaka

http://www.alberteldar.com/2017/09/17/karamelluterta-med-rifsberjum/img_2021/

myndband: Karamelluterta

 

Karamelluterta með rifsberjum
Karamelluterta með rifsberjum

.

2017Gestabloggari 38/52GUNNA STÍNARIFSNESKAUPSTAÐUR — KARAMELLU…

Karamelluterta með rifsberjum —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.