Sólrúnarbrauð – Besta brauðið
Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SÓLRÚN — HOMMABRAUÐ —
.
Sólrúnarbrauð
800 g hveiti (ég notaði 700 gr. af glútenfríu)
1 msk sykur
4 kúfaðar tsk lyftiduft
1 sléttfull tsk matarsódi
1 tsk salt
5 dl venjuleg súrmjólk (ég notaði AB mjólk frá Örnu)
2 1/2 dl vatn
100 g sólblómafræ
ofan á 1 egg og sesamfræ
Hrærið öllu saman (nema eggjum og sesamfræjum) í skál, ekki of lengi. Setjið í 2 form. Eggið hrært og smurt yfir og síðan sólblómafræ yfir.
Bakið í 50 mín ca. 175°C
.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SÓLRÚN — HOMMABRAUÐ —
.