Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - besta brauðið Sólrún Björnsdóttir heiði lyftiduftsbrauð brauð með lyftidufti baka brauð
Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð – Besta brauðið

Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð.

BRAUÐUPPSKRIFTIR — SÓLRÚNHOMMABRAUÐ

.

Sólrún Björnsdóttir Heiði
Albert og Sólrún

Sólrúnarbrauð

800 g hveiti (ég notaði 700 gr. af glútenfríu)
1 msk sykur
4 kúfaðar tsk lyftiduft
1 sléttfull tsk matarsódi
1 tsk salt
5 dl venjuleg súrmjólk (ég notaði AB mjólk frá Örnu)
2 1/2 dl vatn
100 g sólblómafræ
ofan á 1 egg og sesamfræ

Hrærið öllu saman (nema eggjum og sesamfræjum) í skál, ekki of lengi. Setjið í 2 form. Eggið hrært og smurt yfir og síðan sólblómafræ yfir.

Bakið í 50 mín ca. 175°C

.

BRAUÐUPPSKRIFTIR — SÓLRÚNHOMMABRAUÐ

— SÓLRÚNARBRAUÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.