Auglýsing

 

Hommabrauð, gerlaust brauð, Sólrún Björnsdóttir, Heiði, Elísa kjartan Albert Eiríksson gerlaust glúten án glútens án glúteins
Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða

Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Auglýsing

#2017Gestabloggari36/52SÓLRÚN — BRAUР— ÞÝSKALAND

.

Albert og Sólrún

Hommabrauðið góða

5 dl. glútenlaust hveiti*
3 tsk lyftiduft (ath. að sumt lyftiduft inniheldur hveiti)
1 tsk salt
l dl blanda af fræjum (sesam, sólblóma, hör, klíði o.s.frv.)
2 dl laktósafrí ab mjólk frá Örnu
3 dl kaffi eða sjóðandi vatn

Blandað öllu saman og setjið ofan á fræ, Maldon salt eða ekkert

Bakað í formi, 180°C í 50 mín. fer eftir ofnum.

*Glútenlaust hveiti fæst í flestum matvörubúðum, Sólrún keypti í Krónunni

Hommabrauðið

🏳️‍🌈

— HOMMABRAUÐIÐ GÓÐA —

🏳️‍🌈