Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Auk þessa hef ég verið á 16/8 mataræðinu, þ.e.a.s. fastað í sextán tíma og borðað í átta.
Hvorutveggja hentar mér einstaklega vel. Eins og áður hefur komið fram er ég lítill morgunverðarmaður og oft er komið framundir hádegi þegar ég fæ mér eitthvað.

Á fundinum fór ég yfir líðan mína og við ræddum mat frá öllum hliðum og annað honum tengt. Það sem ég er svo hrifinn af er að það eru engin boð og bönn – Beta missir sig ekkert þó ég dæmi í stærstu smákökusamkeppni á Íslandi og fleira slíkt 🙂

Áskorun næringarfræðingsins fyrir næsta fund er að kortleggja matarhegðunina og skoða (matar)vanann.

Lukka happ albert beta reynis næringarfræðingur Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband elísabet

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....