Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Auk þessa hef ég verið á 16/8 mataræðinu, þ.e.a.s. fastað í sextán tíma og borðað í átta.
Hvorutveggja hentar mér einstaklega vel. Eins og áður hefur komið fram er ég lítill morgunverðarmaður og oft er komið framundir hádegi þegar ég fæ mér eitthvað.

Á fundinum fór ég yfir líðan mína og við ræddum mat frá öllum hliðum og annað honum tengt. Það sem ég er svo hrifinn af er að það eru engin boð og bönn – Beta missir sig ekkert þó ég dæmi í stærstu smákökusamkeppni á Íslandi og fleira slíkt 🙂

Áskorun næringarfræðingsins fyrir næsta fund er að kortleggja matarhegðunina og skoða (matar)vanann.

Lukka happ albert beta reynis næringarfræðingur Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband elísabet

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.