Auglýsing

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Auglýsing

Auk þessa hef ég verið á 16/8 mataræðinu, þ.e.a.s. fastað í sextán tíma og borðað í átta.
Hvorutveggja hentar mér einstaklega vel. Eins og áður hefur komið fram er ég lítill morgunverðarmaður og oft er komið framundir hádegi þegar ég fæ mér eitthvað.

Á fundinum fór ég yfir líðan mína og við ræddum mat frá öllum hliðum og annað honum tengt. Það sem ég er svo hrifinn af er að það eru engin boð og bönn – Beta missir sig ekkert þó ég dæmi í stærstu smákökusamkeppni á Íslandi og fleira slíkt 🙂

Áskorun næringarfræðingsins fyrir næsta fund er að kortleggja matarhegðunina og skoða (matar)vanann.

Lukka happ albert beta reynis næringarfræðingur Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband elísabet