Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Borðað með Lukku á Happi lukka pálsdóttir Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku
Borðað með Lukku á Happi

Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar í fæði hjá Lukku á Happi.

Við Beta byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel. Eins og áður hefur komið fram er ég lítill morgunverðarmaður.

Elísabet reynisdóttir beta reynis næringarfræðingur lukka happ
Beta og Albert

Daglega fyrir hádegi var sóttur matarpakki dagsins. Bæði fjölbreyttur og bragðgóður. Flesta dagana var ég 100% á hreina fæðinu og leið hrikalega vel af því. Safar, chiagrautar, hnetur, möndlur, fiskur, kjöt, salöt, grænmeti, kínóa og ég veit ekki hvað og hvað. Allt sem ég fékk bragðaðist vel, var fallegt að sjá og fór vel í mig.

Helstu breytingarnar voru þessar:

-Það hrundu af mér kílóin

-Skýrari í hugsun og „ferskur” allan daginn

-Orkumeiri og vinnusamari en áður

-Skýrari sjón, bjartari litir og glansandi augu

-16:8 fastan hentar mér mjög vel

-betri í húðinni

-Úthvíldur eftir næstursvefn.

Fyrir önnum kafið fólk er hreinasta snilld að fá matarpakka, sérsniðna að hverjum og einum. En ekki bara fyrir önnum kafið fólk, þetta er fyrir alla. Stundum verður maður hundleiður á að elda og finnst alltaf vera það sama í pottunum. Eftir hollustufæðið frá Lukku tókum við þrjú stöðuna og fórum yfir hvað gerðist  og hver áhrifin voru. Það er alveg á hreinu að ég mun nýta mér matarpakka Lukku í framtíðinni.

Matur er undirstaða alls og MATUR LÆKNAR

HÉR má finna nokkrar frásagnir þar sem fólk hefur læknast eða dregið stórlega úr áhrifum sjúkdóma með því einu að breyta mataræði sínu. Vandamálið er kannski það að hjarðhegðun okkar er með þeim hætti að eitthvað kemst í tísku og þá halda margir að sú tískubylgja hljóti að henta öllum og vera allra meina bót.

Eftir að hafa spjallað við fólk og lesið mig til er ég enn sannfærðari en áður um að flestir hinir svokölluðu menningarsjúkdómar nútímans eru matartengdir. Það þyrfti að gera þjóðarátak til að draga úr lífstílssjúkdómunum með þvi að grandskoða heilsufar og mataræði fólks. Við erum það sem við borðum

 

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar:

Albert hefur verið í ráðgjöf hjá mér síðan í september 2017 – það sem hefur heillað mig sem næringarráðgjafi er hversu áhugasamur hann er að hafa lífsgæðin sín góð. Eldast vel og fræðast um bætta næringu. Hvernig næring getur haft áhrif á líkamann og sálina. Hvernig næring hefur áhrif á andlegan líðan. Albert hefur prófað allskonar mataræði og venjur, t.d. hráfæði og annað sem hefur gefið góða raun. Í ráðgjöfinni minni hvatti ég hann að skoða venjur sínar og hann komst að því að hann borðar líklega of lítið af fiski og drakk ekki nóg vatn ásamt örðum venjum sem mátti bæta finnst hann var að skoða þessar venjur svona gaumgæfilega. Í mastersverkefninu mínu um heildræna nálgun í næringarfræði kom ég inná – Það þarf að efla og virkja hæfileika til bættrar heilsu og styðja þar með við jákvæðan lífsstíl. Áhugahvöt til ákjósanlegrar heilsu er drifkraftur sem myndar jafnvægi á milli líkamlegra þarfa, tilfinninga, félagslegrar, andlegrar og vitsmunalegrar heilsu. Þessa hæfileika og getu hefur Albert og meira til sem er mikill kostur þegar unnið er með einstaklinga. Ég notaði valdeflingu eða Empowerment sem meðferðaform og það er hugtak að efla einstaklinginn til að axla ábyrgð og virkja styrkleika frekar en horfa á veikleika. Valdefling hefur jákvæð áhrif á einstaklinginn í sálfræðilegum skilningi s.s. varðandi persónulega stjórnun.

Í þrjár vikur hefur Albert ásamt mér verið á mataræði sem er hreint og gott fæði eins og ráðleggingar gera ráð fyrir. Forvitnin okkar eftir 2 mánaða meðferð og spjall að eitthvað sem er nýtt fyrir okkur sé einnig gott. Það er allavegana áhugavert að prófa og sérstaklega fyrir Albert sem spáir í heilsuna og hvað hentar best fyrir hann til að bæta hana og svo er það áhugavert fyrir mig sem ráðgjafa að skoða aðra þætti og vera opin fyrir að sumar aðferðir eða lífsstíll hentar sumum og annar öðrum. Ekki setja alla í sama mótið og áætla að það henti heildinni. Við leggjum alltaf upp með að við séum að borða góðan og heilsusamlegan mat og þar með næra okkur af þeim næringarefnum sem líkaminn þarf dagsdaglega.

Við leituðum til Unnar Guðrúnu Pálsdóttur eða Lukku á Happ til að ráðlegga okkur og forvitnast um hennar visku og það sem hún hefur verið að gera undanfarin ár. Lukka hefur áhuga á bættum lífsstíl með góðri næringu. Hefur skrifað bækur um 5:2 föstuna og Máttur Matarins – ásamt því að reka veitingarhús er hún með fyrirlestra og ráðgjöf um næringu og lífsstíl. Lukka er meðfylgjandi hreinum og heildrænum mataræði. Við leituðum til hennar vegna þess að við vorum forvitin um 16:8 föstuna en að er að fasta í 16 klukkutíma og borða í 8 klukkutíma. Við fengum matarbakka hjá henni. Fasta er ekkert nýtt á nálinni heldur hefur fylgt mannkyninu í aldanna rás. Sumar rannsóknir sýna að fasta hefur góð áhrif á líkamann og þar með brennslu og starfsemi hans. Vinsælasta fastan í dag er ósamfelld fasta eða intermittent fasting.

Eftir 3 vikur þá erum við heilluð af þessum lífsstíl. Það sem mér sem ráðgjafa finnst forvitnilegt er að ekki aðeins hefur kílóum fækkað heldur líður manni vel. Ég held að með því að fasta þá er maður með meiri meðvitund um markmiðin sín og heilsu. Þessi fasta er vinsæl og hefur áhuginn á henni aukist talsvert hér á landi ef miðað er við áhuga fólks að kaupa hjá Happ matarbakka sem hjálpar til við að nærast rétt þá 8 klukkutíma sem borðað er. Hægt er að velja sér tíma dags sem er nokkuð gott eins og hjá Alberti sem er með veislur og annað fram á kvöld og því hentar þetta form honum einstaklega vel. Fyrir mig þá borðaði ég frá kl. 12 til 19 á kvöldin. Mér fannst þetta ekkert mál en 5:2 fastan hentar mér betur, sem er að borða venjulega alla daga en um 600 hitaeiningar tvo daga í viku.

Mér finnst sem ráðgjafi mikilvægt að vera jákvæð fyrir því sem einstaklingar eru að sýna áhuga og kanna hvort að það er góður kostur og hvernig virkar það. Ég get seint mælt með einhæfu fæði en er forvitin um alla sem eru að prófa sig áfram í nýjungum. Með því að hafa opinn hugann og fylgjast með þeim tískubylgjum sem koma er hægt að koma með skynsamleg rök með og á móti ef svo ber undir. Það að fasta ákveðna klukkutíma á sólarhring og borða allar þær hitaeiningar sem maður þarf á 8 klukkutímum og manni líður vel af, þá get ég ekki séð að það sé eitthvað slæmt. Einnig að fasta tvo daga í viku og alla hina dagana borða góðan og hollan mat þá getur það ekki skaðað. Ef einstaklingum líður vel að þeim lífsstíl tel ég það segja allt sem segja þarf. Ég sjálf treysti Lukku á Happ til að leiðbeina mér í minni forvitni þegar Albert ákvað að gefa þessu tækifæri. Ég hef ákveðið að panta mér matarpoka hjá henni áfram þar sem ég hef haft mikið að gera og streyta og annað laumast inn í líf mitt er þetta dásamlegt að láta hugsa vel um sig. Viðmótið að mæta á Happ er svo eitthvað sem er meira en dásamlegt. Mig langar að þakka Lukku á Happ fyrir mig og eftir þessa tilraun er ég alsæl og sátt – 3 kg léttari og mér líður betur. Hlakka til að halda áfram að koma á Happ.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.