Sous vide matreiðslubók

Sous vide matreiðslubók Verðlaunakokkur bók matreiðslubók Viktor Örn Andrésson

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni glæsilegri og vandaðri bók sem vel má mæla með.

Af heimasíðu Sölku: Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.

Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu steik til crème brûlée á heimsmælikvarða. Hún er sniðin að þeim sem brenna af áhuga og metnaði fyrir matreiðslu og nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.