Sous vide matreiðslubók

Sous vide matreiðslubók Verðlaunakokkur bók matreiðslubók Viktor Örn Andrésson

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni glæsilegri og vandaðri bók sem vel má mæla með.

Af heimasíðu Sölku: Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.

Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu steik til crème brûlée á heimsmælikvarða. Hún er sniðin að þeim sem brenna af áhuga og metnaði fyrir matreiðslu og nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.

Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu. Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið :) „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi" segir Ragnheiður Lilja.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave