Pippterta frá Guju Begga

pippterta terta kaka súkkulaði guja begga Guðríður Bergkvistsdóttir Fáskrúðsfjörður
Pippterta

Pippterta frá Guju Begga

Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á – eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Guðríður segir að þetta sé terta sem hún baki til hátíðabrigða, hún sé einstaklega góð og bragðmikil. Bragðið af mintu og súkkulaði saman segir okkur að það er tilvalið að hafa rjóma með henni.

#2017Gestabloggari 48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGATERTUR

.

Guja Begga og Albert

Pippterta

Botn:

3 dl hveiti
2 ½ dl sykur
½ dl Cadbury´s kakó
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsóti
1 tsk vanilludropar
100 g mjúkt smjör
2 egg
1½ dl súrmjólk
½ dl sterkt kaffi

Fylling:

150 g mjúkt smjör
1 dl flórsykur
4 stk (160 g) Pipp súkkulaði

Krem:

1½ dl kornsíróp
½ dl vatn
½ bolli mjúkt smjör
300 g síríus suðusúkkulaði
1 tsk piparmyntudropar

Botn:
Hitið ofninnn í 180°c og smyrjið tvö lausbotna form, 23 cm í þvermál.
Blandið þurrefnum saman í skál, bætið öllu öðru út í og hrærið vel í stutta stund. Hellið deiginu í formin og bakið í 15- 20 mín.
Ef kakan er bökuð í einu formi (springform) er tíminn 35-40 mín og botnin skorinn í tvent þegar hann hefur kólnað að bakstri loknum.

Fylling:
Þeytið saman smjör og flórsykur. Saxið súkkulaði og blanda því saman við.
Hrærið kremið vel og smyrjið því síðan milli botnanna.

Krem:
Setjið sýróp í pott ásamt vatni og smjöri. Látið suðuna koma upp og sjóðið kröftuglega í 2½ mínútur. Takið pottinn af hitanum og látið kólna lítillega. Brytjið súkkulaði saman við , hrærið og bætið piparmyntudropum út í. Hellið kreminu yfir kökuna og láta standa í kæli á meðan kremið stífnar.
Skreytið að vild, með súkkulaði, berjum og eða rjóma.

Tertumyndirnar tók Helena Stefánsdóttir, dóttir Guju

FLEIRI TERTUR

Pippterta

.

#2017Gestabloggari 48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGATERTUR

— PIPPTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?

Sumarsalat

Sumarsalat

Sumarsalat. Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin.... Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.