Jólakrans sælkerans

jólamarengskrans marengsterta andrea jónsdóttir Jólakrans sælkerans marengs andrea ida jónsdóttir pavlóva jólaterta jólaeftirréttur terta kaka jólin
Jólakrans sælkerans

Jólakrans sælkerans. Þegar Kökubæklingur Nóa Síríus var í undirbúning var haldin uppskriftasamkeppni. Fjölmargar uppskriftir bárust, hver annarri betri, en ekki allar komust í bæklinginn. Andrea Ida Jónsdóttir sendi inn þessa jólalegu pavlóvu sem bragðaðist einstaklega vel og formið minnir á jólakrans.

.

#2017Gestabloggari51/52ANDREA JÓNSMARENGSJÓLINTERTUR

.

Jólakrans sælkerans 

Krans/botn

6 stórar eggjahvítur

350 gr sykur

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk maísmjöl

Toppur

750 ml rjómi

2 tsk vanilludropar

70 gr flórsykur

Nóakropp

100 gr Siríus Pralín með piparmyntufyllingu

Karamellukurl

Jarðarber

Bláber

Rifsber

Myntulauf

Sósa

200 gr Siríus Pralín með piparmyntufyllingu

100 gr Siríus rjómasúkkulaði

Aðferð:
Kveikið á ofninum, 160 °c og blástur. Teiknið hring sem er ca 27 cm í þvermál á smjörpappír og svo ca 12 cm hring inní þann hring til að mynda krans.

Þeytið eggjahvítur þar til þær eru orðnar eins og þétt froða. Þeytið áfram og bætið sykrinum við, 2 msk í einu. Þeytið þar til þær eru orðnar stífar með glansandi áferð. Hrærið edik og maís mjöl saman og hrærið varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju.

Notið stóra skeið og setjið marengsinn á smjörpappírinn, á milli hringjanna, til að mynda krans. Reynið að eiga sem minnst við marengsinn þegar búið er að setja hann á smjörpappírinn, hann á að vera óreglulegur. Setjið plötuna inn í miðjan ofninn og lækkið hann strax í 140°c og bakið í ca 1 klst og 15 mínútur. Þá er best að slökkva á ofninum og leyfa botninum/kransinum að kólna í minnst 1 klst og helst yfir nótt.

Þegar setja á saman, byrjið á að þeyta rjómann, vanilludropa og flórsykur saman þar til rjóminn er rétt farinn að stífna, ekki þeyta hann of mikið. Leggið rjómann ofna á kransinn með skeið, óreglulega. Skerið jarðaberin í tvennt, langsum, og dreifið þeim jafnt yfir rjómann sem og bláberjunum. Dreifið Nóa Kroppinu yfir rjómann Karamellukurlinu líka. Skerið piparmyntufyllta súkkulaðið í tvennt, horn í horn, og stingið í rjómann. Til þess að gefa þessu extra jólafíling að þá legg ég krækiberjagreinar yfir á nokkrum stöðum og sting myntulaufum í. Síðast en ekki síst strái ég flórsykri yfir kransinn eins og snjóað hafi yfir hann.

Pralín súkkulaðið og rjómasúkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og sett í sósukönnu til hliðar.

.

#2017Gestabloggari51/52ANDREA JÓNSMARENGSJÓLINTERTUR

— JÓLAKRANS SÆLKERANS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar

 Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Víða eru líknarfélög og hópar sem vinna að góðum málefnum án þess að mikið fari fyrir þeim. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar var stofnuð til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Þær halda aðventukvöld farið í sumarferðalag auk reglulegra félagsfunda. Kirkjunefndin stóð fyrir ýmsum lagfæringum í tilefni 220 ára afmælisDómkirkjunnar árið 2016. Formaður er Jóna Matthildur Jónsdóttir. Hún hafði samband og bað okkur Bergþór að koma á fund í safnaðarheimili kirkjunnar og tala um borðsiði, kurteisi og fleira slíkt. Úr urðu hinar líflegustu umræður. Við byrjum á að að njóta veitinga hjá þeim dömum, fjölmargar tertur og annað góðgæti beið okkar sem þær útbjuggu af mikilli natni og kærleik. Í lokin voru sungin tvö lög.

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)