Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær Albert, jólaglaðningur vanilluextrakt Páll bergþórsson og Bergþór
Albert, Páll og Bergþór

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo:

Frá póli að pól
um byggðir og ból
berist með þessu blaði
vonir um sól
og vanillujól
og sælkerasúkkulaði.

Njótið friðar og samveru um hátíðarnar, kæru vinir.

Hér má sjá vísur síðustu ára 

Vanilluextrakt

JÓLINVANILLUEXTRAKTJÓLAGLAÐNINGURINN —  PÁLL BERGÞÓRSSON — “EIGA ALLT” —

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér

 

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.