Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

Grænmetissúpa Magneu magnea tómasdóttir
Magnea Tómassdóttir undirbýr súpuna góðu

Grænmetissúpa Magneu

Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.

GRÆNMETISSÚPURSÚPURÞÝSKALAND

Grænmetissúpa Magneu magnea tómasdóttir óperusöngkona
Magnea Tómasdóttir með grænmetissúpuna góðu

Grænmetissúpa Magneu

5 gulrætur
2 meðalstórir kúrbítar
1/2 meðalstór blaðlaukur
1 laukur
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
150 g blómkál
150 g spergilkál
1 l grænmetissoð
1 dós hakkaðir tómatar
1 grænmetisteningur
salt, pipar, paprika
1 msk ferskt basil.

Skerið allt grænmetið í hæfilega bita og setjið það í pott. Bætið vökva og kryddi út í. Lækkið hitann þegar suðan er komin upp og látið súpuna malla í u.þ.b. 30 mín. Berið hana fram með grófum smábrauðum.

Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er, einfaldlega það sem er til í ísskápnum.

Grænmetissúpa Magneu

Gestgjafinn 8.tbl 2002. Myndiir: Gísli Egill Hrafnsson. Texti: Albert Eiríksson.

.

GRÆNMETISSÚPURSÚPURÞÝSKALAND

— GRÆNMETISSÚPA MAGNEU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.