Kanilterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa
Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu…). Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertuna.
— TERTUR — #2017Gestabloggari48/52 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — GUJA BEGGA –
.
Kanilterta
Botn:
200 g hveiti
1 tsk kanill
200 g sykur
200 g smjörlíki
1 egg
Súkkulaðibráð:
100 g suðusúkkulaði
½ b heitt kaffi
1½ msk smjör
1-1½ b flórsykur
1 tsk vanilludropar
rjómi
½ l. rjómi þeyttur rjómi
Botn:
Hnoðað saman hráefninu og skipt í fjóra jafna hluta,
Deigið flatt út í fjóra millistóra lausbotna forma
og bakað við 180°c í ca. 15-20 mín.
Súkkulaðibráð:
Suðusúkkulaðið er brætt í heitu kaffinu og hrært saman við restina af hráefninu.
Þeyttur rjóminn settur á milli og súkkulaði bráðin ofaná.
Skreytt af vild.
Best er að geyma tertuna í frósti og taka fram tveim tímun fyrir borðhald.
Einnig er hægt að hafa tertuna í annari útgáfu. Þá er uppskrift botnsins tvöfölduð og tertan verður átta laga , smjörkrem sett á milli og ofaná. En súkkulaði bráðar og rjóma sleppt.
Annað krem, eða tilbrigði:
1 plata suðusúkkulaði. 2 msk. sýróp, 2 msk rjómi.
Setjið allt í pott og bræið á vægum hita og hrært stöðugt í. Hellið yfir kökuna. „Þetta þykir einstakega gott.”
Tertumynd: Helena Stefánsdóttir
.
— TERTUR — #2017Gestabloggari48/52 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — GUJA BEGGA –
.