Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm

Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða. 

— ÍTALÍA — MATARBORGIR

.

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og páfinn ríflega það páfagarður
Myndataka við Páfagarð

Myndataka við Páfagarð. Best er að heimsækja Páfagarð mjög snemma dags, þar verður oft fjölmennt þegar líður á daginn. Það sama má segja um Colosseum hringleikahúsið.  

Oft fengum við okkur pitsur og pasta sem var á öllum stöðum einstaklega gott. Ísbúðir eru víða og var ís snæddur svo að segja daglega. Mikill metnaður hjá ísgerðarfólki í borginni og einhvers staðar heyrði ég að starfsheiti þeirra væri lögverndað.

Campo dei Fiori ítalía kaffihús ítalskt
Morgunkaffið. Við Bergþór á Maranega kaffihúsinu á Campo dei Fiori, blómatorginu fallega og fórum þangað daglega á markað og á kaffihús.

Morgunkaffið. Við Bergþór á Maranega kaffihúsinu á Campo dei Fiori, blómatorginu fallega og fórum þangað daglega á markað og á kaffihús.

Hér eru nokkur af þeim veitinga- og kaffihúsum sem við fórum á. 

Trattoria da Augusto, Piazza de Renzi
Trattoria da Augusto

Trattoria da Augusto, Piazza de Renzi. Mjög vinsæll lítill fjölskyldustaður þar sem ekki er hægt að panta borð, bara mæta. Tuttugu manns er hleypt inn í einu kl. 20 og aðrir komast ekki að. Ráðlagt er að mæta hálftíma fyrir opnun (á ferðamannatíma). Við fengum sitt hvorn pastaréttinn í forrétt og í aðalrétt steikt nautakjöt með steiktum kartöflum og saltfisk í tómatsósu með ólífum. Hvort tveggja mjög gott. Einfalt, ekkert skraut eða annað til að punta. Þjónustan gekk hratt fyrir sig og fumlaust.

 

Með Fabio á Subburra 1930. Hinn ítalski herramaður Fabio Cantoro
Með Fabio á Subburra 1930. Hinn ítalski herramaður Fabio Cantoro bauð okkur á uppáhaldsstaðinn sinn Subburra 1930 við Piazza della Suburra. Þar fengum við kanínu og spaghetti carbonara. Í eftirrétt var Torta al nocino(sjá mynd neðst).  Fallegur staður og góður matur.

Með Fabio á Subburra 1930. Hinn ítalski herramaður Fabio Cantoro bauð okkur á uppáhaldsstaðinn sinn Subburra 1930 við Piazza della Suburra. Þar fengum við kanínu og spaghetti carbonara. Í eftirrétt var Torta al nocino(sjá mynd neðst).  Fallegur staður og góður matur.

 

Caffe Greco, Gríska kaffihúsið við Via dei Condotti hjá spænsku tröppunum er eitt frægasta kaffihús Rómaborgar
Caffe Greco, Gríska kaffihúsið

Caffe Greco, Gríska kaffihúsið við Via dei Condotti hjá spænsku tröppunum er eitt frægasta kaffihús Rómaborgar og það elsta. Kaffihúsið var stofnað árið 1760 og annað elsta kaffihús Ítalíu. Gamalt, virðulegt kaffihús. Þar fengum við hnausþykkt heitt súkkulaði og góðar tertusneiðar með.

Al Forno della Soffitta á Via Piave – einn besti pizzastaðurinn. Fengum okkur Amatriciana pitsu
Al Forno della Soffitta á Via Piave – einn besti pizzastaðurinn

Al Forno della Soffitta á Via Piave – einn besti pizzastaðurinn. Fengum okkur Amatriciana pitsu sem unnið hefur til verðlauna og svokallaða Burratina, það er nú meiri dásemdin, soðnir tómatar, hvítlauksolía, oregon, rucola, kirsuberjatómatar, pecorino, reyktar skinkusneiðar og heill burrata (buffala ostur).

 

Maranega kaffihúsinu á Campo di Fiori blómatorginu okkar fengum við afar gott tiramísú tiramisu
Á Maranega kaffihúsinu á Campo di Fiori blómatorginu okkar fengum við afar gott tiramísú. Það kveikti í okkur og daglega smökkuðum við á nýjum stöðum. Eftir að hafa smakkað á fjölmörgum stöðum komumst við að því að besta Tiramísúið er á Maranega.

Á Maranega kaffihúsinu á Campo di Fiori blómatorginu okkar fengum við afar gott tiramísú. Það kveikti í okkur og daglega smökkuðum við á nýjum stöðum. Eftir að hafa smakkað á fjölmörgum stöðum komumst við að því að besta Tiramísúið er á Maranega.

Kaffihúsið Pompi á Via della Croce café
Kaffihúsið Pompi á Via della Croce. Okkur var bent á að á Pompi væri extra gott Tiramísú. Við fórum þangað og það var mjög gott en toppaði kannski ekki Tiramisu á Maranega á Blómatorginu.

Kaffihúsið Pompi á Via della Croce. Okkur var bent á að á Pompi væri extra gott Tiramísú. Við fórum þangað og það var mjög gott en toppaði kannski ekki Tiramisu á Maranega á Blómatorginu.

 

ZUM - Tiramísústaður. Piazza del Teatro di Pompeo romeZUM - Tiramísústaður. Piazza del Teatro di Pompeo

ZUM – Tiramísústaður. Piazza del Teatro di Pompeo, 20 (Campo de Fiori). Lítið kaffihús sem sérhæfir sig í Tiramísú. Mjög gott en kannski ekki það besta í borginni. Smart staður.

Helstu ferðamannastaðir í Róm:

 1. Vatikanið. Muna að mæta snemma (½ 8) og passið ykkur á óprúttnu sölufólki þar fyrir utan. 
 2. Trastevere hverfið, veitingastaðir á hverju horni og gaman að ganga um.
 3. Gianicolo hæðin
 4. Campo di Fiori, fjölbreyttur útimarkaður daglega, veitingastaðir og kaffihús. Mikið líf.
 5. Piazza Navona
 6. Via del Corso er 1.5 km, beinasta gata Rómar og er aðalverslunargatan, hún gengur frá Piazza del Popolo (einu sinni eitt af aðalhliðum inn i borgina). Hinum megin endar hún á Piazza Venezia. Nálægt götunni eru Spænsku tröppurnar, Pantheon, Fontana di Trevi, Vittorio Emanuele byggingin (Venezia torgi), Colosseum og rústirnar.
 7. Fontana di Trevi, einn frægasti gosbrunnur í heimi, teiknaður af Nicola Salvi 1730, í hann er hent 3000 evrum á dag, eða yfir 160 milljónir ísl. króna á ári. Féð er notað til að halda uppi búð fyrir fátæka.
 8. Piazza di Spagna, Spænsku tröppurnar frá 1724, 135 tröppur, yfir trónir Trinità dei Monti kirkjan.
 9. Piazza del Popolo er neðst við verslunargötuna Via del Corso. Þaðan er hægt að fara upp tröppur í Villa Borghese.
 10. Villa Borghese, þar er garður sem gaman er að labba um, Safn, aðallega málverk, Galleria nazionale
 11. Colosseum og rústirnar. Muna að mæta snemma og áætla góðan tíma til að skoða
 12. San Giovanni Basilica di san diovanni il laterano sjá mynd neðst.
 13. Caffe Greco, Gríska kaffihúsið Via dei Condotti hjá spænsku tröppunum. Þar sat Laxness oft, en Skandinavisk förening (norrænt listamannasetur) var til húsa hinum megin við götuna (það er nú flutt í Trastevere hverfið).

FLEIRI MATARBORGIR

 

Torta al nocino
Torta al nocino

Torta al nocino

San Giovanni Basilica
San Giovanni Basilica

San Giovanni Basilica

Colosseum
Colosseum

— ÍTALÍA — MATARBORGIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.