Saltfiskhátíð á Tapasbarnum

Saltfiskhátíð á Tapasbarnum tapasbarinn tapas saltfiskur
Saltfiskhátíð á Tapasbarnum

Saltfiskhátíð á Tapasbarnum

Við brugðum okkur á Tapasbarinn, en þar er þessa dagana haldin saltfiskhátíð. Það fer hver að verða síðastur því síðasti dagurinn er á miðvikudaginn, 28. febrúar.  Þrír matreiðslumeistarar frá Barcelona, þeir Jordi Asensio, Francisco Diago Curto og Guillem Rofes, eru höfundar réttanna. Auk verðlaunaréttanna þriggja eru tveir saltfiskréttir staðarins á sérstökum saltfiskmatseðli.

Hinir spænsku matreiðslumeistarar hafa verið á landinu undanfarna daga, eldað fyrir gesti og kennt íslenskum/portúgölskum kokkum handtökin.  Saltfiskréttirnir eru mjög vinsælir og mikil aðsókn alla daga síðan hátíðin byrjaði.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Fyrir áramót hélt Íslandsstofa keppnina Islandia al Plat úti í Barcelona í tengslum við kynningarstarf þar í landi á íslenskum saltfiski. Matreiðslumeistararnir sem komu hingað til lands urðu í fyrstu þremur sætunum í þeirri keppni og réttirnir því sigurréttirnir. Keppnin heppnaðist vel og kynningarstarfið einnig en úrvals hráefni, saltfiskurinn er auðvitað.

Saltfiskur með fersku spínati „Sofrito a la Catalana” og mousselinasósu með mjúkum hvítlauk. Höfundur: Guillem Rofes

 

Saltfiskur á stökku þorskroði með Pilpil-grænbaunasósu og Vizacaínasósu. Höfundur: Jordi Asensio

Confit eldaðar saltfisksneiðar með sýrðum sveppum, eplum og chili. Höfundur: Francisco Diago Curto

 

Saltfiskur með chorizo í tómatdöðlumauki

Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús og pestói

 

Bjarni Magnús þjónaði til borðs og stóð sig með mikilli prýði.

Eftirréttaplatti Tapasbarsins: Súkkulaði fantasía, Crema Catalana, ekta súkkulaðiterta og hvítsúkkulaði skyrmousse

Samantekt: Ólíkir réttir, hver öðrum betri, andrúmsloftið notalegt, fínasta tónlist og þjónusta frábær.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.