Saltfiskhátíð á Tapasbarnum

Saltfiskhátíð á Tapasbarnum. Við brugðum okkur á Tapasbarinn, en þar er þessa dagana haldin saltfiskhátíð. Það fer hver að verða síðastur því síðasti dagurinn er á miðvikudaginn, 28. febrúar.  Þrír matreiðslumeistarar frá Barcelona, þeir Jordi Asensio, Francisco Diago Curto og Guillem Rofes, eru höfundar réttanna. Auk verðlaunaréttanna þriggja eru tveir saltfiskréttir staðarins á sérstökum saltfiskmatseðli.

Hinir spænsku matreiðslumeistarar hafa verið á landinu undanfarna daga, eldað fyrir gesti og kennt íslenskum/portúgölskum kokkum handtökin.  Saltfiskréttirnir eru mjög vinsælir og mikil aðsókn alla daga síðan hátíðin byrjaði.

 

Fyrir áramót hélt Íslandsstofa keppnina Islandia al Plat úti í Barcelona í tengslum við kynningarstarf þar í landi á íslenskum saltfiski. Matreiðslumeistararnir sem komu hingað til lands urðu í fyrstu þremur sætunum í þeirri keppni og réttirnir því sigurréttirnir. Keppnin heppnaðist vel og kynningarstarfið einnig en úrvals hráefni, saltfiskurinn er auðvitað.

 

 

 

 

 

 

 

 

Saltfiskur með fersku spínati „Sofrito a la Catalana” og mousselinasósu með mjúkum hvítlauk. Höfundur: Guillem Rofes

 

Saltfiskur á stökku þorskroði með Pilpil-grænbaunasósu og Vizacaínasósu. Höfundur: Jordi Asensio

 

 

 

 

 

 

 

 

Confit eldaðar saltfisksneiðar með sýrðum sveppum, eplum og chili. Höfundur: Francisco Diago Curto

 

Saltfiskur með chorizo í tómatdöðlumauki

Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús og pestói

 

Bjarni Magnús þjónaði til borðs og stóð sig með mikilli prýði.

Eftirréttaplatti Tapasbarsins: Súkkulaði fantasía, Crema Catalana, ekta súkkulaðiterta og hvítsúkkulaði skyrmousse

Samantekt: Ólíkir réttir, hver öðrum betri, andrúmsloftið notalegt, fínasta tónlist og þjónusta frábær.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.