Auglýsing

Saltfiskhátíð á Tapasbarnum. Við brugðum okkur á Tapasbarinn, en þar er þessa dagana haldin saltfiskhátíð. Það fer hver að verða síðastur því síðasti dagurinn er á miðvikudaginn, 28. febrúar.  Þrír matreiðslumeistarar frá Barcelona, þeir Jordi Asensio, Francisco Diago Curto og Guillem Rofes, eru höfundar réttanna. Auk verðlaunaréttanna þriggja eru tveir saltfiskréttir staðarins á sérstökum saltfiskmatseðli.

Auglýsing

Hinir spænsku matreiðslumeistarar hafa verið á landinu undanfarna daga, eldað fyrir gesti og kennt íslenskum/portúgölskum kokkum handtökin.  Saltfiskréttirnir eru mjög vinsælir og mikil aðsókn alla daga síðan hátíðin byrjaði.

 

Fyrir áramót hélt Íslandsstofa keppnina Islandia al Plat úti í Barcelona í tengslum við kynningarstarf þar í landi á íslenskum saltfiski. Matreiðslumeistararnir sem komu hingað til lands urðu í fyrstu þremur sætunum í þeirri keppni og réttirnir því sigurréttirnir. Keppnin heppnaðist vel og kynningarstarfið einnig en úrvals hráefni, saltfiskurinn er auðvitað.

 

 

 

 

 

 

 

 

Saltfiskur með fersku spínati „Sofrito a la Catalana” og mousselinasósu með mjúkum hvítlauk. Höfundur: Guillem Rofes

 

Saltfiskur á stökku þorskroði með Pilpil-grænbaunasósu og Vizacaínasósu. Höfundur: Jordi Asensio

 

 

 

 

 

 

 

 

Confit eldaðar saltfisksneiðar með sýrðum sveppum, eplum og chili. Höfundur: Francisco Diago Curto

 

Saltfiskur með chorizo í tómatdöðlumauki

Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús og pestói

 

Bjarni Magnús þjónaði til borðs og stóð sig með mikilli prýði.

Eftirréttaplatti Tapasbarsins: Súkkulaði fantasía, Crema Catalana, ekta súkkulaðiterta og hvítsúkkulaði skyrmousse

Samantekt: Ólíkir réttir, hver öðrum betri, andrúmsloftið notalegt, fínasta tónlist og þjónusta frábær.