Matur og fjölbreytt áhrif hans

Matur og fjölbreytt áhrif hans sigurlaug m jónasdóttir elísabet reynisdóttir beta reynis

Matur og fjölbreytt áhrif hans. Fátt er skemmtilegra en borða góðan mat með góðu fólki, það er líka gaman að tala um mat og áhrif hans á líkamann. Við Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis næringarfræðingur, fórum til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í viðtal og sögðum þar sögu okkar. Frá því í haust höfum við hist reglulega. Fyrst byrjaði ég á því að skrifa matardagbók, síðan tóku við ýmsar skemmtilegar „tilraunir” til að sjá hvernig ég mundi bregðast við og hver upplifunin væri. Allt þetta of fjölmargt annað í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hlusta má á þáttinn hér.

Í framhaldi af fundum okkar Betu vorum við beðin að halda fyrirlestra sem við höfum gert okkur til mikillar ánægju. Það má senda öðru hvoru okkar póst ef þið hafið áhuga á fyrirlestrum. Netföngin eru albert.eiriksson (@)gmail.com og betareynis (@) gmail.com

Að stórum hluta berum við ábyrgð á eigin heilsu. Auk þess að blogga um það sem gerðist birti ég nokkum myndbönd. Hluti af þeim er hér fyrir neðan.

Hér má sjá myndband frá fyrsta fundi okkar Betu Reynis

Eftir að hafa haldið matardagbók í heila viku hélt ég á fund til næringarfræðingsins.

Eitt af fjölmörgum verkefnum sem Beta setti mér fyrir var að taka út osta og drekka mysuglas daglega. Satt best að segja hef ég ekki drukkið mysu í áratugi en hún venst ágætlega.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.