Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.

Súpurnar sem boðið var upp á voru Ferskjusúpa og Hríseyjarfiskisúpa og hér eru FLEIRI FISKISÚPUR

Kvenfélagasamband Íslands heldur úti síðunni kvenfélag.is og gefur út hið stórfína og fjölbreytta tímarit Húsfreyjuna og sér um Leiðbeiningarstöð heimilanna og þar kennir nú ýmissa grasa.

Kvenfélagasamband íslands

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, Húsfreyjan borðsiðir, kurteisi

Í nýjustu Húsfreyju birtist þessi auglýsing. Við erum til í að koma og spjalla hjá félagasamtökum, á vinnustöðum og hvar sem áhugi er fyrir hendi.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnetubaka

HnetubakaTertur

Hnetubaka. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave