Auglýsing

Súpur – fyrirlestur og dansæfing. Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.

Auglýsing

Súpurnar sem boðið var upp á voru Ferskjusúpa og Hríseyjarfiskisúpa og hér eru FLEIRI FISKISÚPUR

Kvenfélagasamband Íslands heldur úti síðunni kvenfélag.is og gefur út hið stórfína og fjölbreytta tímarit Húsfreyjuna og sér um Leiðbeiningarstöð heimilanna og þar kennir nú ýmissa grasa.

Kvenfélagasamband íslands

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, Húsfreyjan borðsiðir, kurteisi

Í nýjustu Húsfreyju birtist þessi auglýsing. Við erum til í að koma og spjalla hjá félagasamtökum, á vinnustöðum og hvar sem áhugi er fyrir hendi.