Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

BAKAÐUR OSTUR Brieostur með fíkjum og pekanhnetum. Einfaldur ótrúlega góður réttur sem passar á öll veisluborð - saumaklúbbur, föstudagskaffi, Pálínuboð
Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Einfaldur ótrúlega góður réttur sem passar á öll veisluborð – saumaklúbburinn, föstudagskaffið, Pálínuboðið.

FÍKJURPEKANHNETURBAKAÐUR OSTURPÁLÍNUBOÐ

🧀

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

1 stór Brie ostur eða þrír litlir

500 g fíkjur

300 g pekanhnetur, saxaðar gróft

1 dl vatn

2 msk Maple síróp

1/3 tsk salt.

Skerið fíkjur í tvennt og leggið í bleyti í um 30 mín. Hellið vatniu af og setjið í pott ásamt pekanhnetum, vatni, sírópi og salti og sjóðið í 10 mín. látið kólna.

Setjið ostinn á bakka, setjið fíkju- og hnetusamsullið yfir. Berið þunnskornar pylsur með og saltkex.

🧀

FÍKJURPEKANHNETURBAKAÐUR OSTUR

BAKAÐUR BRIEOSTUR

🧀

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Punjabi kjúklingur

Indverskur Punjabi kjúklingur. Áhugavert að prófa rétti frá fjarlægum löndum, þeir sem vilja sterkan mat mega gjarnan bæta við kryddi. Kjúklingarétturinn er ægigóður og alls ekki sterkur...

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið