Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

BAKAÐUR OSTUR Brieostur með fíkjum og pekanhnetum. Einfaldur ótrúlega góður réttur sem passar á öll veisluborð - saumaklúbbur, föstudagskaffi, Pálínuboð
Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Einfaldur ótrúlega góður réttur sem passar á öll veisluborð – saumaklúbburinn, föstudagskaffið, Pálínuboðið.

FÍKJURPEKANHNETURBAKAÐUR OSTURPÁLÍNUBOÐ

🧀

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

1 stór Brie ostur eða þrír litlir

500 g fíkjur

300 g pekanhnetur, saxaðar gróft

1 dl vatn

2 msk Maple síróp

1/3 tsk salt.

Skerið fíkjur í tvennt og leggið í bleyti í um 30 mín. Hellið vatniu af og setjið í pott ásamt pekanhnetum, vatni, sírópi og salti og sjóðið í 10 mín. látið kólna.

Setjið ostinn á bakka, setjið fíkju- og hnetusamsullið yfir. Berið þunnskornar pylsur með og saltkex.

🧀

FÍKJURPEKANHNETURBAKAÐUR OSTUR

BAKAÐUR BRIEOSTUR

🧀

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).