Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil bananabrauð Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Friðrika Hanna Björnsdóttir Þorgrímsstaðir
Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil

Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

BANANABRAUР— KANILL

.

Gengilbeinur kvöldkaffi Þorgrímsstaðir
Margrét Þórhildur og Friðrika Hanna

Bananakaka með kanil

2 egg

1 b sykur eða púðursykur

1 dl olía

vanilludropar

2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 b AB-mjólk

11/2 – 2 bananar vel þroskaðir.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið við olíu og vanilludropum. Síðan hveiti, matarsóda, AB-mjólk og banana sem er búið að stappa með gaffli.

Bakið við 175°C í ca 40 mín.

Bananakaka með kanil
Bananakaka með kanil

.

— BANANAKAKA MEÐ KANIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Ísmenning á Íslandi

Á hjólaferðalagi okkar um þýskar grundir fórum við stundum á ískaffihús, þar sem matseðillinn samanstóð af fagurlega skreyttum ísréttum, t.d. í lengjum sem líktust spaghetti. Skreytingarnar voru af öllu mögulegu tagi, þeyttur rjómi, ávextir, alls kyns súkkulaði- eða karamellusósur og stökkt „drasl“ með.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.