Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil bananabrauð Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Friðrika Hanna Björnsdóttir Þorgrímsstaðir
Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil

Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

BANANABRAUР— KANILL

.

Gengilbeinur kvöldkaffi Þorgrímsstaðir
Margrét Þórhildur og Friðrika Hanna

Bananakaka með kanil

2 egg

1 b sykur eða púðursykur

1 dl olía

vanilludropar

2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 b AB-mjólk

11/2 – 2 bananar vel þroskaðir.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið við olíu og vanilludropum. Síðan hveiti, matarsóda, AB-mjólk og banana sem er búið að stappa með gaffli.

Bakið við 175°C í ca 40 mín.

Bananakaka með kanil
Bananakaka með kanil

.

— BANANAKAKA MEÐ KANIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.