Auglýsing
Vöfflur vaffla nutella ís sulta vöffluuppskrift
Vöfflur með ís og nutella

Vöfflur með ís og nutella. Á góðum degi er upplagt að fá sér vöfflur með ís og Nutella. Einhver sagði: „Nutella gerir allt betra”

Vöfflur

150 g hveiti (3 dl) eða hveiti og heilhveiti

1 tsk lyftiduft

30 g sykur (2 msk)

1/4 tsk salt

2-3 dl mjólk (súr- og nýmjólk eða undanrenna)

2 egg

3 msk brætt smjörlíki eða matarolía

sítrónusafi, vanilludropar eða önnur bragðefni.

Hitið vöfflujárn

Bræðið smjörlíkið við mjög vægan hita eða í vatnsbaði

Sigtið hveiti og lyftiduft með salti og sykri ef vill

Hrærið 2 dl af mjólk saman við hveitið í kekkjalaust deig. Hrærið ekki of lengi, þá verður deigið seigt.

Bætið smjörlíki og eggjum saman við, einnig bragðefnum.

Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt (um það bil helmingi þykkara en pönnukökudeig). Breiðið úr vöfflunum þegar þær eru bakaðar og raðið þeim síðan í stafla.

Berið vöfflur fram nýbakaðar.

FLEIRI VÖFFLUUPPSKRIFTIR

Auglýsing