Vöfflur með ís og nutella

Vöfflur vaffla nutella ís sulta vöffluuppskrift
Vöfflur með ís og nutella

Vöfflur með ís og nutella

Á góðum degi er upplagt að fá sér vöfflur með ís og Nutella. Einhver sagði: „Nutella gerir allt betra”

FLEIRI VÖFFLUUPPSKRIFTIR

.

Vöfflur

150 g hveiti (3 dl) eða hveiti og heilhveiti

1 tsk lyftiduft

30 g sykur (2 msk)

1/4 tsk salt

2-3 dl mjólk (súr- og nýmjólk eða undanrenna)

2 egg

3 msk brætt smjörlíki eða matarolía

sítrónusafi, vanilludropar eða önnur bragðefni.

Hitið vöfflujárn

Bræðið smjörlíkið við mjög vægan hita eða í vatnsbaði

Sigtið hveiti og lyftiduft með salti og sykri ef vill

Hrærið 2 dl af mjólk saman við hveitið í kekkjalaust deig. Hrærið ekki of lengi, þá verður deigið seigt.

Bætið smjörlíki og eggjum saman við, einnig bragðefnum.

Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt (um það bil helmingi þykkara en pönnukökudeig). Breiðið úr vöfflunum þegar þær eru bakaðar og raðið þeim síðan í stafla.

Berið vöfflur fram nýbakaðar.

FLEIRI VÖFFLUUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð. Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Fyrri færsla
Næsta færsla