Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil bananabrauð Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Friðrika Hanna Björnsdóttir Þorgrímsstaðir
Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil

Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

BANANABRAUР— KANILL

.

Gengilbeinur kvöldkaffi Þorgrímsstaðir
Margrét Þórhildur og Friðrika Hanna

Bananakaka með kanil

2 egg

1 b sykur eða púðursykur

1 dl olía

vanilludropar

2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 b AB-mjólk

11/2 – 2 bananar vel þroskaðir.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið við olíu og vanilludropum. Síðan hveiti, matarsóda, AB-mjólk og banana sem er búið að stappa með gaffli.

Bakið við 175°C í ca 40 mín.

Bananakaka með kanil
Bananakaka með kanil

.

— BANANAKAKA MEÐ KANIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

Rúllutertu- og frómasgóðgæti

Rúllutertu- og frómasgóðgæti. Ó hvað mér þótti svona nokkuð gott í æsku. Rúlluterta skorin í sneiðar og sett í skál eða í kökuform. Síðan var frómas hellt í og kælt. Að því búnu var herlegheitunum hvolft á disk og borið þannig fram.

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.