Auglýsing
Bananakaka með kanil bananabrauð Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Friðrika Hanna Björnsdóttir Þorgrímsstaðir
Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

BANANABRAUР— KANILL

Auglýsing
Gengilbeinur kvöldkaffi Þorgrímsstaðir
Margrét Þórhildur og Friðrika Hanna

Bananakaka með kanil

2 egg

1 b sykur eða púðursykur

1 dl olía

vanilludropar

2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 b AB-mjólk

11/2 – 2 bananar vel þroskaðir.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið við olíu og vanilludropum. Síðan hveiti, matarsóda, AB-mjólk og banana sem er búið að stappa með gaffli.

Bakið við 175°C í ca 40 mín.

Bananakaka með kanil
Bananakaka með kanil

.

— BANANAKAKA MEÐ KANIL —