Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil bananabrauð Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Friðrika Hanna Björnsdóttir Þorgrímsstaðir
Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil

Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

BANANABRAUР— KANILL

.

Gengilbeinur kvöldkaffi Þorgrímsstaðir
Margrét Þórhildur og Friðrika Hanna

Bananakaka með kanil

2 egg

1 b sykur eða púðursykur

1 dl olía

vanilludropar

2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1/2 b AB-mjólk

11/2 – 2 bananar vel þroskaðir.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið við olíu og vanilludropum. Síðan hveiti, matarsóda, AB-mjólk og banana sem er búið að stappa með gaffli.

Bakið við 175°C í ca 40 mín.

Bananakaka með kanil
Bananakaka með kanil

.

— BANANAKAKA MEÐ KANIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂