Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.
Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.
Nú fer að bresta á með jólahlaðborðum og margur veitingamaðurinn farinn að signa sig við tilhugsunina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhugavert fyrirbæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jólin hafa upp á að bjóða. Flestir haga sér vel og oftast gengur kvöldið vel fyrir sig en samt eru ákveðnar týpur sem mæta alltaf í veisluna og þær eru: