Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies Kjartan Örn, Bergþór, grilluð nautalund, Brownies, grill, Bernaise sósa, Hasselback kartöflur, glútenlaus brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og glúteinlausum brownies. Kjartan Örn hefur áður komið við sögu að grilla hér á blogginu, en þeir Bergþór útbjuggu HM veislu og elduðu saman nautalund í vikunni með bernaise sósu, Hasselback kartöflum og salati. Þar sem þeir eru báðir byrjaðir í ræktinni gerði Kjartan sykur- og hveitilausar brownies.

Lundina settu þeir í sous vide og Kjartan setti hana svo í stutta stund á sjóðheitt grillið í lokin. Í stuttu máli sagt, voru þeir afskaplega ánægðir með sig (og ég með þá báða)

Nautalund bernaise

Nautalund. Hitinn var settur á 55°C, lundin sett í pokann með góðri olíu, ríkulegum pipar og ferskum timian greinum, pokinn lofttæmdur og látið malla í sous vide græjunni í tæpar 2 klst. og 20 mín. Þá var hún grilluð við háan hita þar til hún var brúnuð að utan.

Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur

4 stórar kartöflur

70 g smjör

1 msk ólívuolía

gróft salt

Hitið ofn í 220°C. Skerið kartöflurnar í tvennt (með hýði) og skerið raufar í þær, en ekki í gegn. Bræðið 50 g smjör með olíu og hellið yfir kartöflurnar á bökunarpappír í ofnskúffu. Veltið þeim vel upp úr smjörinu. Saltið og bakið. Bætið afganginum af smjörinu við eftir 20 mínútur og bakið í 20 mínútur í viðbót.

salat

Salat

Hvítur laukur

Sítrónusafi

Kirsuberjatómatar

Gúrka

Appelsína

Mangó eða melóna

Látið laukinn (í þunnum sneiðum) liggja í sítrónusafa í hálftíma. Saxið allt í salatið og blandið saman.

Béarnaise sósa

Béarnaise sósa

4 eggjarauður

Béarnaise essence

250 gr smjör

1 msk þurrkað estragon

Salt og pipar

Þeytið eggjarauður með essens yfir heitu vatnsbaði. Bræðið smjör hægt og hellið í mjórri bunu út í eggjarauðurnar, en þeytið stanslaust á meðan. Bætið estragoni við. Saltið og piprið. Berið hana fram kalda eða volga.

Glútenlausar brownies glúteinfrítt brúnkur

Glútenlausar brownies

600 g sætar kartöflur

4 egg

200 g kókosolía

1 tsk kanill

8 msk hunang

2 msk kókoshveiti

5 msk dökkt kakóduft (sykurlaust)

2 tsk lyftiduft

1 msk möndluhveiti

Hitið ofn í 180°C (við settum hana á grillið). Skrælið sætu kartöflurnar og rífið í matvinnsluvél. Bræðið kókosolíuna í potti og hrærið egg, hunang, kókosolíu og kanil vel saman við kartöflurnar. Síðast er blandað saman við kakói, lyftidufti, kókos- og möndluhveiti. Má baka í formi með bökunarpappír í 25 mín. Ef grillað, notið grillálbakka, sléttið botninn og notið bökunarpappír. Setjið annan bakka undir á hvolf, svo að brenni ekki við og hafið hitann hófstilltan.

Glútenlausar brownies - bakaðar í ofni eða á grillinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.