Auglýsing
Sigríður steinsdóttir jóhanna björnsdóttir þernunes Terturánið mikla 17. júní 1994 þernunes Brimnes Fáskrúðsfjörður sigríður sigga albert jóhanna hulda steinsdóttir
Við eldhússborðið á Þernunesi. Sigga, Albert, Hulda og Jóhanna

Terturánið mikla 17. júní 1994

Þann 17. júní 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Það er víst óhætt að segja að fólk eigi misgóðar minningar frá deginum. Stærsta og frægasta umferðarteppa Íslandssögunnar náði frá Reykjavík til Þingvalla. Á þessum degi var ég heima á Brimnesi og fór með nokkra barnunga vinnumenn í fjallgöngu. Upphaflega stóð til að fara í stutta göngu en veðrið var gott og við fórum upp á fjall, yfir það og niður Reyðarfjarðarmegin, heim að Þernunesi. Þegar þangað kom var enginn heima. Þar sem gangan átti að vera stutt vorum við nestislausir og mjög svangir þegar kom í Þernunes. Hvað gerir maður þá? Jú ég fór inn í eldhús til Siggu frænku minnar og fann þar þrjár tertur sem hún hafði bakað til að eiga með þjóðhátíðardagskaffinu. Fór með terturnar út á tröppur og hesthúsuðum þeim áður en haldið var til baka. Daginn eftir hringdi ég í Siggu, baðst afsökunar á þessu og útskýrði málið. Henni fannst þetta nú ekkert mál, sagði að við hefðum átt að finna eitthvað til að drekka með tertunum. Við mamma vorum að koma úr kaffi frá Siggu og fengum eins tertur og þær sem ég tók þarna um árið.

ÞERNUNESBRIMNES17. JÚNÍTERTUR

.

Terturánið mikla 17. júní 1994
Hulda, Jóhanna, Sigga og Albert

ÞERNUNESBRIMNES17. JÚNÍTERTUR

.

Auglýsing