Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11.30-15.00 Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Við fengum okkur frittötu með reyktum silungi, avocado, klettasalati og rauðlauk. Rann ljúflega niður, frittatan var dúnmjúk og kveikti von um meira sólskin í sumar.

Þá kom eggja- og beikon pizza með tómötum, mozzarella, eggjum og tvenns konar skinku: guanciale og pancella beikoni. Pizzurnar á essensia eru með þeim bestu sem fáanlegar eru á landinu og þessi brást ekki í morgunmat!

Möndlusteikt „French toast“ með jarðarberjum og mascarpone er sjúklega gott, létt, auðskeranlegt og bara yndislegt.

Sítrónu ricotta pönnukökur með mascarpone, kirsuberjasírópi og jarðarberjum eru sérlega lystugar.

Egg Bénédicte, með parmaskinku og guanciale, ofan á steiktu spínati með hollandaise sósu var framúrskarandi ljúffengt.

 

Texti: Bergþór Myndir: Bragi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snittubrauð

Snittubrauð. Það má segja að gríðarlegur munur sé milli bakaría á snittubrauðum. Oft förum við í Sandholtsbakarí...

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.