Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur typpabrauð

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.

Kryddbrauð mömmu

3 dl hveiti

3 dl haframjöl

2 dl sykur

1 tsk. kanill

1 tsk. engifer

1 tsk. negull

2 tsk. matarsódi

3 dl mjólk

1 stórt egg

Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.

Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.

Gott að bera fram með smjöri og osti.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.