Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11.30-15.00 Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Við fengum okkur frittötu með reyktum silungi, avocado, klettasalati og rauðlauk. Rann ljúflega niður, frittatan var dúnmjúk og kveikti von um meira sólskin í sumar.

Þá kom eggja- og beikon pizza með tómötum, mozzarella, eggjum og tvenns konar skinku: guanciale og pancella beikoni. Pizzurnar á essensia eru með þeim bestu sem fáanlegar eru á landinu og þessi brást ekki í morgunmat!

Möndlusteikt „French toast“ með jarðarberjum og mascarpone er sjúklega gott, létt, auðskeranlegt og bara yndislegt.

Sítrónu ricotta pönnukökur með mascarpone, kirsuberjasírópi og jarðarberjum eru sérlega lystugar.

Egg Bénédicte, með parmaskinku og guanciale, ofan á steiktu spínati með hollandaise sósu var framúrskarandi ljúffengt.

 

Texti: Bergþór Myndir: Bragi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Moussaka

Moussaka

Moussaka. Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.