Auglýsing

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11.30-15.00 Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Auglýsing

Við fengum okkur frittötu með reyktum silungi, avocado, klettasalati og rauðlauk. Rann ljúflega niður, frittatan var dúnmjúk og kveikti von um meira sólskin í sumar.

Þá kom eggja- og beikon pizza með tómötum, mozzarella, eggjum og tvenns konar skinku: guanciale og pancella beikoni. Pizzurnar á essensia eru með þeim bestu sem fáanlegar eru á landinu og þessi brást ekki í morgunmat!

Möndlusteikt „French toast“ með jarðarberjum og mascarpone er sjúklega gott, létt, auðskeranlegt og bara yndislegt.

Sítrónu ricotta pönnukökur með mascarpone, kirsuberjasírópi og jarðarberjum eru sérlega lystugar.

Egg Bénédicte, með parmaskinku og guanciale, ofan á steiktu spínati með hollandaise sósu var framúrskarandi ljúffengt.

 

Texti: Bergþór Myndir: Bragi