Auglýsing

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone ávextir mascarpone pönnsur signý steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Albert, Signý og Steinunn

Nema hvað. Á dögunum komu Steinunn og Signý í kaffi og fengu pönnukökur. Ekki alveg þessar hefðbundnu heldur upprúllaðar með rjóma,  mascarpone og ávöxtum. Svona pönnukökur eru mjög saðsamar og fáir sem fá sér nema eina

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

8-10 pönnukökur

2 dl rjómi

1 ds mascarpone

1 1/2 b ferskir ávextir

Stífþeytið rjómann, bætið mascarpone saman við og þeytið vel. Skerið ávextina í bita og blandið saman við rjómann með sleikju. Setjið inn í pönnukökurnar og rúllið þeim upp.

Kaffisopinn er góður  

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Auglýsing