Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

STEINUNN júlíusdóttir signý sæmundsdóttir Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone ávextir mascarpone pönnsur signý steinunn
Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

PÖNNUKÖKURMASCARPONESIGNÝ SÆM STEINUNN

.

Albert, Signý og Steinunn
Með Signýju og Steinunni í pönnukökukaffi

Nema hvað. Á dögunum komu Steinunn og Signý í kaffi og fengu pönnukökur. Ekki alveg þessar hefðbundnu heldur upprúllaðar með rjóma,  mascarpone og ávöxtum. Svona pönnukökur eru mjög saðsamar og fáir sem fá sér nema eina

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

8-10 pönnukökur

2 dl rjómi

1 ds mascarpone

1 1/2 b ferskir ávextir

Stífþeytið rjómann, bætið mascarpone saman við og þeytið vel. Skerið ávextina í bita og blandið saman við rjómann með sleikju. Setjið inn í pönnukökurnar og rúllið þeim upp.

Kaffisopinn er góður
Meira kaffi?

 

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone
Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

PÖNNUKÖKURMASCARPONESIGNÝ SÆM STEINUNN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Besti jólabjórinn 2013

jolabjor

Besti jólabjórinn 2013.  Fjölmenn dómnefnd hefur smakkað á jólabjórnum og...

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.