Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði appelsínur, marmelaði, sítrónur, appelsínu- og sítrónumarmelaði
Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.

MARMELAÐIAPPELSÍNURSÍTRÓNUR

.

Appelsínu- og sítrónumarmelaði
Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

5 appelsínur

2 sítrónur

1 b apríkósur

1 dl saxað engifer

1 1/2 b sykur

1 b vatn

1/2 tsk salt

Þvoið appelsínur og sítrónur vel, burstið þær undir rennandi vatni. Rífið börkinn af. Skerið appelsínur og sítrónur í grófa bita og setjið í pott ásamt helmningum af berkinum, apríkósum, engifer, sykri, vatni og salti. Sjóðið í 12-15 mínútur. Setjið í matvinnsluvél og maukið – samt ekki of fínt. Setjið aftur í pott ásamt berkinum og sjóðið í 10 mínútur. Smakkið til.

Appelsínu- og sítrónumarmelaði
Appelsínu- og sítrónumarmelaði

.

MARMELAÐIAPPELSÍNURSÍTRÓNUR

— APPELSÍNU- OG SÍTRÓNUMARMELAÐI —

🍋 🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.