Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur hnetur pekanhnetur
Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka 😉 í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur.

HNETURMÖNDLURHUNANG

.

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur sesam kanill cayenne

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

2 1/2 b pekanhnetur

1/2 tsk cayenne pipar

1 dl gott hunang

1 tsk salt

1 msk grófur sykur

1 msk sesamfræ.

Setjið hunang og cayenne pipar í pott og hitið. Bætið hnetum saman við og blandið saman. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, dreifið hnetunum þar á og bakið við 175°C í 6-8 mínútur. Takið úr ofninum og stráið strax yfir sesamfræi og grófum sykri. Látið kólna.

HNETURMÖNDLURHUNANG

— RISTAÐAR KRYDDAÐAR HUNANGSHNETUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey frá The Brothers Brewery. Vestmanneyjingurinn og ljúfmennið Kjartan Vídó tók vel í að elda lunda og deila með lesendum. Kjartan segir að varla sé hægt að fara á Þjóðhátíð í Eyjum nema að fá reyktan lunda, kartöflur, rófur og smjör.