Auglýsing
Rabarbara- og engiferdrykkur - sumarlegur og svalandi rabarbari rabbabari engifer sumardrykkur sumarlegur drykkur svalandi
Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi.

Það er hressandi á björtum sumardögum að fá sér svalandi rabarbaradrykk. Það er upplagt að setja drykkinn á flöskur og frysta til að nota í vetur. Rabarbaradrykkinn má þynna með vatni eða með sódavatni. Látum ekki rabarbarann fara til spillis útbúum úr honum drykk eða bökum úr honum.

RABARBARIENGIFERDRYKKIR

.

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

2-2,5 kg rabarbari

4 l vatn

2 b sykur

1 1/2 b gróft saxað engifer (eða í sneiðum)

safi úr 1 sítrónu

1/2 tsk salt

1 b sólberjasaft (eða rúmlega það)

Setjið vatn, sykur, engifer, sítrónusafa, salt og sólberjasafa í pott og sjóðið í um 10 mín. Skerið rabarbarann í grófa bita og bætið saman við. Látið sjóða í um 5 mín. Slökkvið undir og látið kólna í pottinum. Sigtið safann frá og setjið á flöskur. Kælið. Drykkinn þarf að þynna, annað hvort með vatni eða sódavatni.

Rabarbari, engifer og sítróna
Auglýsing