Sítrónu- og mascarponebaka
Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.
🍋
— SÍTRÓNUBAKA — MASCARPONE — BÖKUR — SÍTRÓNUSMJÖR —
🍋
botn
150 g smjör, lint
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk salt
3 msk sykur
fylling
2-3 msk bláberjasulta
1 ds mascarpone
1 egg
1/4 b sykur
2 msk rjómi
1b sítrónusmjör (lemon curd)
bláber til skrauts.
Botn: blandið öllu saman í skál. Þjappið í form. Bakið við 185°C í um 15 mín. Látið kólna. Dreifið bláberjasultunni á botninn.
Fylling: Þeytið saman maskarponesykri og rjóma og eggi svo það verði alveg kekkjalaust. Bætið við sítrónusmjöri og blandið vel saman. Hellið yfir botninn og skreytið með bláberjum eða öðrum berjum. Geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir.
🍋
— SÍTRÓNUBAKA — MASCARPONE — BÖKUR — SÍTRÓNUSMJÖR —
🍋