Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka sítrónur mascarpone baka sítrónubaka gul gulur bláber bláberjasulta lemon curd sítrónusmjör þorgrímsstaðir
Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka

Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

🍋

SÍTRÓNUBAKAMASCARPONEBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

🍋

Sítrónu- og mascarponebaka
Sítrónu- og mascarponebaka
Sítrónu- og mascarponebaka

 

botn
150 g smjör, lint
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk salt
3 msk sykur

fylling
2-3 msk bláberjasulta
1 ds mascarpone
1 egg
1/4 b sykur
2 msk rjómi
1b sítrónusmjör (lemon curd)
bláber til skrauts.
Botn: blandið öllu saman í skál. Þjappið í form. Bakið við 185°C í um 15 mín. Látið kólna. Dreifið bláberjasultunni á botninn.
Fylling: Þeytið saman maskarponesykri og rjóma og eggi svo það verði alveg kekkjalaust. Bætið við sítrónusmjöri og blandið vel saman. Hellið yfir botninn og skreytið með bláberjum eða öðrum berjum. Geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir.

🍋

SÍTRÓNUBAKAMASCARPONEBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.

Pistasíusmákökur

Pisasiusmakokur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld.

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR