Auglýsing

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.

 

Ítalskt tómatasalat

400 g litlir tómatar

1 rauðlaukur, saxaður smátt

1 b ferskt basil, saxað

2 msk ólívuolía

1 msk rauðvínsedik

smá salt

Sneiðið tómatana niður í báta eða sneiðar. Blandið lauk og basil yfir. Blandið saman olíu og ediki og hellið yfir. Blandið saman
Stráið salti yfir

Auglýsing