Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo
Góð salöt eru fín hversdags, í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

SALÖTCHORIZO

.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

2 dl söxuð Chorizo* pylsa (eða önnur svipuð

2 dl mæjónes

2 harðsoðin egg

1 dl döðlur saxaðar gróft

1 dl ólífur saxaðar gróft

1 dl blaðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman og látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt í ísskáp.

Chorizo* er spænsk pylsa gerð úr svínakjöti, hvítlauk, chili og papriku. Það er líka til mexíkósk útgáfa af Chorizo en sú er mun sterkari.

SALÖTCHORIZO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)