Auglýsing
Salat með döðlum, ólífum og Chorizo
Góð salöt eru fín hversdags, í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

SALÖTCHORIZO

.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

2 dl söxuð Chorizo* pylsa (eða önnur svipuð

2 dl mæjónes

2 harðsoðin egg

1 dl döðlur saxaðar gróft

1 dl ólífur saxaðar gróft

1 dl blaðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman og látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt í ísskáp.

Chorizo* er spænsk pylsa gerð úr svínakjöti, hvítlauk, chili og papriku. Það er líka til mexíkósk útgáfa af Chorizo en sú er mun sterkari.

SALÖTCHORIZO

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Sæll og blessaður hvernig chorizo pylsu ert þú með í þessu salati langar svo að prufa en það er lítið úrval á Akureyri af svona pylsum. með fyrir fram þökk
    Sesselía

Comments are closed.