Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo
Góð salöt eru fín hversdags, í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

SALÖTCHORIZO

.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

2 dl söxuð Chorizo* pylsa (eða önnur svipuð

2 dl mæjónes

2 harðsoðin egg

1 dl döðlur saxaðar gróft

1 dl ólífur saxaðar gróft

1 dl blaðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman og látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt í ísskáp.

Chorizo* er spænsk pylsa gerð úr svínakjöti, hvítlauk, chili og papriku. Það er líka til mexíkósk útgáfa af Chorizo en sú er mun sterkari.

SALÖTCHORIZO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.