Saltfiskur í ólífuolíu

Saltfiskur í ólífuolíu, Steinvör ÞORLEIFSDÓTTIR, kolfreyjustaður PORTÚGAL SALTFISKUR Í OLÍU lissabon Þórhildur Helga þorleifsdóttir, Albert, Bergþór og Steinvör fáskrúðsfjörður
Saltfiskur í ólífuolíu

Saltfiskur frá Lissabon

Steinvör frá Kolfreyjustað bauð okkur í saltfiskrétt, í forrétt var hún með kóngssveppi og byggbrauð.  Hún  tók vel í beiðni mína um uppskrift og smá texta: 

Þennan saltfiskrétt fékk ég fyrir nokkrum árum á veitingastað í hinni dásamlegu borg Lissabon. Ég var svo hrifin og fékk uppskriftina hjá kokkinum sem fannst að sjálfsögðu íslenskur saltfiskur besti saltfiskurinn. Þetta er einstaklega einfaldur réttur og er gott að elda hann í matarboðum því maður þarf ekki að standa í mikilli eldamennsku og getur notið þess að spjalla við gestina. Mikilvægt er að prófa saltfiskinn áður, hvort hann er nægilega útvatnaður. Taka smá bita af þykku stykki og setja það t.d. örstutt í örbylgjuna og smakka. Ef hann er of saltur er ekkert annað að gera en að setja hann í vatn í nokkrar klukkustundir.

STEINVÖR — SALTFISKURLISSABONKOLFREYJUSTAÐUR ÓLÍFUR

🇵🇹

Saltfiskur
Saltfiskur frá Lissabon

Saltfiskur frá Lissabon

Útvatnaður saltfiskur

Ólífuolía

Hvítlauksrif og fullt af þeim, allavega 10 á mann. Má bæði hafa þau með hýðinu eða ekki, einfaldlega það sem kokkinum finnst betra.

Ólífur, og nota góðar ólífur en ekki bragðlausar. Miða við ca 6 ólífum á mann.

Setjið fiskinn í eldfast mót, hellið ólífuolíu yfir og mikið af henni. Gott ef hún þekur fiskinn en það þarf samt ekki. Bætið hvítlauknum og ólífum með í fatið. Hafið í ofninum í ca hálftíma á 180C, það sést þegar ólífuolían fer að sjóða. Fiskurinn verður svo mjúkur og góður svona soðinn í ólífuolíunni.
Sigga frænka útfærði réttinn svo þannig að hún setur líka sólþurrkaða tómata með og það er líka mjög gott.

Best er að hafa með þessu soðnar kartöflur og ólífuolían af fiskinum er einfaldlega notuð sem sósa með þessu.

Helga, Albert, Bergþór, Steinvör, Kristjón
Helga, Albert, Bergþór og Steinvör

🇵🇹

STEINVÖR — SALTFISKURLISSABONKOLFREYJUSTAÐUR ÓLÍFUR

— SALTFISKUR Í ÓLÍFUOLÍU —

🇵🇹🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla