Hörpudiskur í Creamy Tuscan sósu

Þorsteinn þráinssonog Eva FRIÐÞJÓFSDÓTTIR ísafjörður hörpudiskur fiskur fiskréttur Hörpudiskur Creamy Tuscan sósa
Hjónin Þorsteinn F. Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir

Hörpudiskur í Creamy Tuscan sósu

Þessi sósa er himnesk, og eins og nafnið bendir til er hún ættuð frá Toscana, m.a. með sólþurrkuðum tómötum, rjóma, hvítvíni og parmesan, – já, þetta hljómar eins og sósa sem hægt er að borða eina og sér og sleikja út um … Réttinn góða útbjó hinn þekkti sælkerakokkur Þorsteinn Þráinsson á Ísafirði með dyggri aðstoð eiginkonunnar Evu Friðþjófsdóttur. Steini notaði hörpudisk frá Víði í Nora Seafood sem hann léttsteikti í hvítlaukssmjöri áður en hann fór saman við sósuna. Vel má nota annan fisk, pasta eða kjúkling.

Hörpudiskur og Creamy Tuscan sósa – hrikalega góður réttur.

HÖRPUDISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKUR —

.

Hörpudiskur Creamy Tuscan sósu

Hörpudiskur Creamy Tuscan sósu

2 msk ólífuolía
2 msk smjör
2 msk fíntsaxaður hvítlaukur
½ laukur (lítill) fíntsaxaður
1/3 bolli hvítvín
4-5  sólþurrkaðir tómatar skornir í strimla
1 peli rjómi
Salt og pipar
3 bollar spínat skorið í strimla
2-3 msk rifinn parmesan
1 msk söxuð steinselja

Hvítlaukur og sólþurrkaðir tómatar svissaðir í olíu og smjöri, hvítvíninu bætt út í þegar hvítlaukurinn byrjar að brúnast. Rjómanum bætt við og látið malla við vægan hita meðan sósan hitnar og þykknar, spínatinu bætt út í og svo parmesan ostinum í lokin. Salt og pipar bætt við ef ykkur finnst þurfa.
Það er líka gott að setja smá olíu af sólþurrkuðu tómötunum út á pönnuna upphafi.
Þessi sósa passar með flestu sjávarfangi, á mjög vel við hörpuskel og risarækjur.

Það má vera meira af öllu sem gerir sósuna bara betri!

Hörpudiskurinn léttsteiktur í hvítlaukssmjöri áður en hann fer saman við sósuna. Nora Seafood

HÖRPUDISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.