Marsípandraumur með núggat & kanil – verðlaunasmákökur

Marsípandraumur með núggat & kanil 

Íris Hrönn kom sá og sigraði með draumasmákökum með kanil, núggat og möndlum í árlegri smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni. Stórfínar smákökur sem heilluðu dómnefndina upp úr skónum.

— SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Marsípandraumur með núggat & kanil

150 g smjör
125 g púðursykur
80 g sykur
½ tsk salt
2 egg
½ tsk matarsódi
200 g hveiti
150 g odense marsipan… og jafnvel aðeins meira
100 g ískalt núggat ( og auka 50-100gr á toppinn)
50 g hveiti
50 g grófhakkaðar möndlur
2 msk kanilsykur

Hræra saman smjör, púðursykur og sykur þar til það verður mjúkt og kremkennt. Bætið eggjunum samana við, einu í senn, hrærið vel á milli.
Bætið þurrefnum saman við og hræra vel.
Klípa marsípanið niður og skera núggatið í bita. Blanda því saman við 50gr af hveiti og blanda síðan við deigið. Hræra varlega.
Blanda saman hökkuðu möndlunum og kanilsykrinum saman í skál
Búa til litlar kúlur úr deiginu, dýfa þeim í möndlurnar og leggja á bökunarplötu
Skera niður auka núggat og láta einn mola í hverja kúlu.
Bakið í ca 8-10 mín við í 180°C

.

SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðtertudrottningin Ásdís

 

Brauðtertudrottningin Ásdís. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.