Auglýsing

Marsípandraumur með núggat & kanil 

Íris Hrönn kom sá og sigraði með draumasmákökum með kanil, núggat og möndlum í árlegri smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni. Stórfínar smákökur sem heilluðu dómnefndina upp úr skónum.

— SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Marsípandraumur með núggat & kanil

150 g smjör
125 g púðursykur
80 g sykur
½ tsk salt
2 egg
½ tsk matarsódi
200 g hveiti
150 g odense marsipan… og jafnvel aðeins meira
100 g ískalt núggat ( og auka 50-100gr á toppinn)
50 g hveiti
50 g grófhakkaðar möndlur
2 msk kanilsykur

Hræra saman smjör, púðursykur og sykur þar til það verður mjúkt og kremkennt. Bætið eggjunum samana við, einu í senn, hrærið vel á milli.
Bætið þurrefnum saman við og hræra vel.
Klípa marsípanið niður og skera núggatið í bita. Blanda því saman við 50gr af hveiti og blanda síðan við deigið. Hræra varlega.
Blanda saman hökkuðu möndlunum og kanilsykrinum saman í skál
Búa til litlar kúlur úr deiginu, dýfa þeim í möndlurnar og leggja á bökunarplötu
Skera niður auka núggat og láta einn mola í hverja kúlu.
Bakið í ca 8-10 mín við í 180°C

.

SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Auglýsing