Marsípandraumur með núggat & kanil – verðlaunasmákökur

Marsípandraumur með núggat & kanil 

Íris Hrönn kom sá og sigraði með draumasmákökum með kanil, núggat og möndlum í árlegri smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni. Stórfínar smákökur sem heilluðu dómnefndina upp úr skónum.

— SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Marsípandraumur með núggat & kanil

150 g smjör
125 g púðursykur
80 g sykur
½ tsk salt
2 egg
½ tsk matarsódi
200 g hveiti
150 g odense marsipan… og jafnvel aðeins meira
100 g ískalt núggat ( og auka 50-100gr á toppinn)
50 g hveiti
50 g grófhakkaðar möndlur
2 msk kanilsykur

Hræra saman smjör, púðursykur og sykur þar til það verður mjúkt og kremkennt. Bætið eggjunum samana við, einu í senn, hrærið vel á milli.
Bætið þurrefnum saman við og hræra vel.
Klípa marsípanið niður og skera núggatið í bita. Blanda því saman við 50gr af hveiti og blanda síðan við deigið. Hræra varlega.
Blanda saman hökkuðu möndlunum og kanilsykrinum saman í skál
Búa til litlar kúlur úr deiginu, dýfa þeim í möndlurnar og leggja á bökunarplötu
Skera niður auka núggat og láta einn mola í hverja kúlu.
Bakið í ca 8-10 mín við í 180°C

.

SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi